Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

349/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 282, 31. mars 2010, um veiðar á skötusel í net. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Takmörkun þessi á netafjölda miðast við 100 faðma ófellda slöngu.

2. gr.

Við 9. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. málsliðar tekur 2. gr. reglugerðarinnar gildi 1. janúar 2011.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. apríl 2010.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica