Menntamálaráðuneyti

329/1997

Reglugerð um sérstaka íslenskukennslu í framhaldsskólum. - Brottfallin

1. gr.

                Eftirtaldir nemendur í framhaldsskólum eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku:

                a.             Nemendur er hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi.

                b.             Íslenskir nemendur sem dvalið hafa langdvölum erlendis og hafa litla kunnáttu í íslenskri tungu að mati skóla.

                c.             Heyrnarlausir nemendur.

                d.             Heyrandi börn heyrnarlausra foreldra.

 

2. gr.

                Markmið sérstakrar íslenskukennslu er að nemendur verði færir um að skilja og nota íslenskt mál, stunda nám í íslenskum framhaldsskóla og taka þátt í íslensku samfélagi.

                Í aðalnámskrá skal gera grein fyrir markmiðum og skipulagi kennslunnar með tilliti til þarfa námshópa samkvæmt 1. grein. Við skipulagningu kennslunnar skal taka mið af skyldleika móðurmáls nemanda við íslensku og kunnáttu hans í tungumálinu.

                Námsmat nemenda samkvæmt 1. gr. skal taka mið af þeirri sérstöku kennslu sem veitt er. Menntamálaráðherra er heimilt að veita þessum nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmt lokapróf í íslensku.

 

3. gr.

                Menntamálaráðherra getur heimilað framhaldsskóla að stofna til sérstaks grunnnáms í íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, einkum ætlað nemendum sem hafa mjög takmarkaða kunnáttu í málum. Miða skal námið að því að treysta kunnáttu nemenda í íslensku og efla skilning þeirra á hugtökum í námsgreinum til undirbúnings námi á námsbrautum framhaldsskóla.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 20. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og tekur þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytinu, 16. maí 1997.

 

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica