Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

322/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölulið X. viðauka:

a)

Í stað 1. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:

 

Ökugerði er viðurkennt svæði, sbr. 2. tl., útbúið til þess að þar fari fram verkleg kennsla ökumanna ökutækja, sbr. 2. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar, sem ökuskírteini þarf til að mega stjórna. Í ökugerði eru æfingar gerðar á sérstökum brautum eða með skrikvagni.

b)

Í stað 6. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:

 

Ökukennari skal fylgjast með akstri nemanda og hafa yfirsýn yfir æfingasvæðið. Í ökugerði með sérstökum brautum skal nemandi stjórna ökutæki á æfingasvæðinu án þess að ökukennari sé í ökutækinu og fylgist þar með akstrinum. Ökukennari þarf að geta gefið nemandanum fyrirmæli og leiðbeiningar með því að vera í talsambandi við hann. Í ökugerði með skrikvagni skal ökukennari sitja við hlið nemanda.

c)

Í stað 7. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:

 

Í tengslum við æfingaakstur nemanda í ökugerði skal vera fyrir hendi aðgangur að húsnæði eða annarri aðstöðu til fræðilegrar kennslu með þeim búnaði sem þarf, þar á meðal veltibíl og öryggisbeltasleða.



 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölulið X. viðauka:

a)

Í stað 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:

 

Beiðni um viðurkenningu Umferðarstofu skulu fylgja upplýsingar um staðsetningu ökugerðis, nákvæmar upplýsingar og gögn um skipulag ökugerðisins og hver bera muni ábyrgð á rekstri þess. Kennsluáætlun skal liggja fyrir.

b)

Á eftir 2. mgr. komi ný 3. mgr. sem orðist svo:

 

Með beiðni um viðurkenningu á ökugerði með sérstökum brautum skulu fylgja uppdrættir sem sýni stærð og gerð brauta og önnur mannvirki, í samræmi við samþykki byggingaryfirvalda og 3. tl. X. viðauka um skipulag og gerð ökugerðis.

c)

Á eftir 3. mgr. komi ný 4. mgr. sem orðist svo:

 

Með beiðni um viðurkenningu á rekstri ökugerðis með skrikvagni skulu fylgja uppdrættir sem sýni hvernig æfingum í samræmi við námskrá er komið fyrir með öruggum hætti.

d)

3. mgr. verður 5. mgr.

3. gr.

Í stað 3. töluliðar X. viðauka komi nýr 3. töluliður sem orðist svo:

3. Skipulag og gerð ökugerðis með sérstökum brautum.

Í ökugerði skulu hið minnsta vera eftirtaldar æfingabrautir:

  1. Braut með bundnu slitlagi, a.m.k. 12 m breið og 100 m löng. Viðnámsstuðull brautar má ekki vera minni en 0,5.
  2. Braut (hál bein braut) með yfirborði sem hægt er að gera hált, t.d. með því að sprauta vatni á brautina. Viðnámsstuðull skal vera u.þ.b. 0,2. Brautin á að vera a.m.k. 9 m breið og 100 m löng. Öryggissvæði (ekki hálkusvæði) beggja vegna hálkubrautar skal vera a.m.k. 13 m breitt og í framhaldi af brautinni skal vera a.m.k. 20 m löng öryggisbraut með bundnu slitlagi.
  3. Braut (hál braut í boga) með sérstöku yfirborði sem hægt er að gera hált, t.d. með því að sprauta vatni á brautina. Brautin skal vera 80 metra löng og 9 m breið og í boga, radíus 50 m frá ytri brún brautar. Öryggissvæði (ekki hálkusvæði) skal vera a.m.k. 8 m breitt með ytri brún æfingabrautar og a.m.k. 3 m breitt með innri brún æfingabrautar. Í framhaldi af bogabrautinni skal vera 20 metra löng öryggisbraut með bundnu slitlagi.
  4. Braut með bundnu slitlagi, a.m.k. 80 m löng og a.m.k. 5 m breið, skal vera samhliða svæði með malaryfirborði sem skal vera hægra megin við fyrirætlaða akstursstefnu á æfingabrautinni. Svæðið skal vera a.m.k. 60 sm breitt og a.m.k. 8 sm lægra en yfirborð æfingabrautarinnar. Brún af æfingabraut á svæði skal vera með a.m.k. 60° halla. Öryggissvæði meðfram svæði með malaryfirborði skal vera a.m.k. 5 m breitt.

Braut skal vera til aksturs að og frá æfingabraut. Gert er ráð fyrir að á henni sé með góðu móti unnt að ná 70 km/klst. hraða og aka á þeim hraða um stund áður en ekið er inn á æfingabraut. Slík braut skal vera a.m.k. 180 m löng og a.m.k. 5 m breið. Fjöldi brauta fer eftir skipulagi ökugerðis.

Á brautum og öryggissvæðum mega ekki vera neinar þær ójöfnur, brúnir eða hindranir sem aukið geta líkur á því að ökutæki velti, t.d. í hliðarskriði.

4. gr.

Á eftir 3. tölulið bætist við nýr 4. töluliður sem orðist svo:

4. Skipulag og gerð ökugerðis fyrir skrikvagn.

Í ökugerði skal vera unnt að gera þær æfingar sem tilgreindar eru í námskrá og að ná með góðu móti 60 km hraða á klst. Aðgangur skal vera að braut sbr. d. lið 3. tl.

5. gr.

4. töluliður verður 5. töluliður.

6. gr.

Í stað 4. töluliðar XI. viðauka, sérstakt námskeið vegna akstursbanns, komi nýr 4. töluliður sem orðist svo:

4. Umsjón.

Sérstakt námskeið skal fara fram á vegum ökuskóla með starfsleyfi til að annast námskeið samkvæmt þessum viðauka.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50. og 52. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. apríl 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica