Fjármálaráðuneyti

309/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 107/1997, um greiðslu kostnaðar vegna tollafgreiðslu utan almenns afgreiðslutíma eða utan aðaltollhafna og vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Sérstök tollmeðferð vöru.

3. gr.

Þegar eftirfarandi þjónusta er veitt, skal sá er þjónustunnar óskar greiða kostnað vegna hennar sem hér segir:

1. Bráðabirgðatollafgreiðsla: Greiða skal gjald sem svarar til launakostnaðar tollstarfsmanna vegna tollskoðunar sem er nauðsynlegur liður í að bráðabirgðatollafgreiðsla vöru geti farið fram svo og aksturskostnaðar í tengslum við þá skoðun. Ekki skal greiða gjald vegna bráðabirgðatollafgreiðslu sem fram fer í tengslum við útflutning.

2. Mat á vöru sem hefur orðið fyrir skemmdum: Greiða skal gjald sem svarar til launakostnaðar tollstarfsmanna fyrir þann tíma sem matið tekur svo og aksturskostnaðar í tengslum við matið.

3. Eftirlit með ótollafgreiddum vörum í geymslum sem fengið hafa sérstakt leyfi sbr. 65. gr. tollalaga: Greiða skal gjald sem svarar til launakostnaðar tollstarfsmanna fyrir þann tíma sem eftirlitið tekur svo og aksturs tollstarfsmanna í tengslum við eftirlitið.

Tollstjóri skal ákvarða gjald vegna þjónustu skv. 1. mgr. í samræmi við kostnað við veitta þjónustu hverju sinni. Á reikningi skal koma fram sundurliðun á skiptingu kostnaðar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 21. gr., 65. gr., 2. mgr. 145. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 4. maí 2000.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Bergþór Magnússon.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica