1. gr.
Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi töluliðir bætast við 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela nr. 380/2018, í réttri númeraröð:
1.14 | Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2025/43 frá 9. janúar 2025 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2017/2074 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela, sbr. fylgiskjal 1.14. | |
2.14 | Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2025/44 frá 9. janúar 2025 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (ESB) 2017/2063 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Venesúela, sbr. fylgiskjal 2.14. |
2. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 26. febrúar 2025.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
utanríkisráðherra.
Martin Eyjólfsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)