Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

249/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501 11. ágúst 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 1. mgr. 33. gr. bætist: Umferðarráði er heimilt að fela öðrum aðila að annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi.


2. gr.

84. gr., sbr. reglugerð nr. 799 30. desember 1998, orðist svo:
Fyrir hvert próf (fræðilegt próf og verklegt próf) skal greiða sérstakt gjald samkvæmt gjaldskrá þess aðila sem Umferðarráð hefur falið framkvæmd ökuprófa.


3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 2. apríl 2002.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. mars 2002.

Sólveig Pétursdóttir.
Stefán Eiríksson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica