Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðisráðuneyti

237/2025

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 545/2018 um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla.

1. gr.

4. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Kröfur samkvæmt 1.-4. mgr. og p-lið 21. gr. eiga ekki við um geislavirk lyf og ávísunarskyld lyf og lyfjaflokka sem skulu ekki búin öryggisþáttunum, sbr. viðauki við framselda reglugerð fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/161 frá 2. október 2015 um viðbætur við tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2001/83/EB að því er varðar ítarlegar reglur um öryggisþætti á umbúðum manna­lyfja.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 21. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 20. febrúar 2025.

 

Alma D. Möller
heilbrigðisráðherra.

Ásthildur Knútsdóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica