Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Dómsmálaráðuneyti

235/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar, nr. 1151/2011.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

1. töluliður 1. mgr. orðast svo: Stjarna 1 er íslenska lögreglumerkið sem er gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Ef merkja á einkennisfatnað lögreglu, skal þessi stjarna notuð. Það á þó ekki við um þær undantekningar sem heimilaðar eru og eru gerðar á merkingum fatnaðar einstakra deilda lög­reglu. Þetta á jafnframt ekki við um búnað, s.s. lögreglubifreiðir, hjól og hjálma.

Á eftir 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Stjarna 2 er einnig íslenska lögreglu­merkið og er einfölduð gyllt stjarna með sex jöfnum örmum og bláu letri, m.a. ætluð til hefð­bund­innar notkunar, þ.m.t. merkinga bæði innan- og utanhúss og stafrænnar notkunar, en þó ekki til notkunar á einkennisfatnaði.

Töluliður 2 verður töluliður 3, töluliður 3 verður töluliður 4, töluliður 5 verður töluliður 6, töluliður 6 verður töluliður 7 og töluliður 7 verður töluliður 8.

Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Armborði sem á er letrað LÖGREGLAN eða á ensku POLICE.

 

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hægt er að nota tvær útgáfur íslenska lögreglumerkisins, allt eftir tilgangi notkunar. 

a. Íslenska lögreglumerkið er gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum að baki skjaldarins, þannig að aðeins sér í hjöltun ásamt efsta og neðsta hluta blaðanna.
  Umhverfis skjöldinn skal vera áletrunin: MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA, með letur­gerðinni New Century Schoolbook, Trademark, Normal. Áletrunin skal vera afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum. Frá ytri hringnum, liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna er 5 arma stjarna.
  Ef stjarnan er prentuð í lit skal hún vera svört á gulum grunni, sjá mynd.
  Litir: svartur, gulur Pantone 109U.

b. Einfölduð gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Milli armanna sex eru tveir minni armar, auk eins styttri arms, samtals þrír armar. Í miðri stjörnunni er einfaldaður skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum að baki skjaldarins, þannig að aðeins sér í hjöltun ásamt efsta og neðsta hluta blaðanna. Umhverfis skjöldinn eru tveir hringir, sá innri í lit og sá ytri hvítur. Áletrunin MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA er ekki á stjörnunni, sem og 5 arma stjarna. Sjá mynd.

 

 

 

  Letur lögreglu samhliða notkun einfaldaðrar stjörnu er Zwo Pro.

 

  Litasamsetningar af merkinu má finna í hönnunarstaðli lögreglu sem samþykktur hefur verið af embætti ríkislögreglustjóra. Ekki er heimilt að búa til aðrar litasamsetningar af merkinu en þar er að finna.
  Nánari lýsing á einkennum stjarnanna, litum, litasamsetningum og leturgerð er í viðauka með þessari reglugerð.

 

3. gr.

Á eftir 7. gr. kemur ný 8. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Armborði.

Armborði lögreglu er úr svörtu teygjanlegu efni. Á armborðann er letrað LÖGREGLAN í lit gulur Pantone 109U á svörtum fleti. Armborðinn telst til lögreglumerkja. Sama á við um armborðann POLICE þar sem hann er notaður.

 

4. gr.

Við 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar, sem verður 9. gr., bætist: og sérsveit.

 

5. gr.

9. gr. reglugerðarinnar verður 10. gr.

 

6. gr.

10. gr. reglugerðarinnar verður 11. gr.

 

7. gr.

11. gr. reglugerðarinnar verður 12. gr.

 

8. gr.

Við viðauka reglugerðarinnar bætist eftirfarandi:

Einfölduð lögreglustjarna.

Einfölduð gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Milli armanna sex eru tveir minni armar, auk eins styttri arms, samtals þrír armar. Í miðri stjörnunni er einfaldaður skjöldur með tveimur kross­lögðum sverðum að baki skjaldarins, þannig að aðeins sér í hjöltun ásamt efsta og neðsta hluta blað­anna. Umhverfis skjöldinn eru tveir hringir, sá innri í lit og sá ytri hvítur. Áletrunin MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA er ekki á stjörnunni, sem og 5 arma stjarna.

Lögreglustjarnan er einfölduð til að standast kröfur vegna prentunar og stafrænnar notkunar. Auk stafrænnar notkunar er hún ætluð til hefðbundinnar notkunar líkt og til merkinga bæði innan- og utanhúss.

Merkið er hannað til að vera skýrt og læsilegt, bæði stórt og smátt. Miða skal við að merkið sé ekki notað smærra en 50 punkta á skjámiðlum og 14 mm í prentuðu efni.

 

Letur lögreglu samhliða notkun einfaldaðrar stjörnu er Zwo Pro.

Litasamsetningar af merkinu má finna í hönnunarstaðli lögreglu sem samþykktur hefur verið af embætti ríkislögreglustjóra. Ekki er heimilt að búa til aðrar litasamsetningar af merkinu en þar er að finna.

Litasamsetning lögreglu samanstendur af bláum, gulum og blágráum tónum. Embætti ríkis­lögreglustjóra samnýtir litasamsetninguna og útlit stjörnu. Aðallitir: Blár 500 pantone 287, blár 600 pantone 289, blár 800 pantone 2767 C. Gulur 700 pantone 137, gulur 500 pantone 7548, gulur 200 pantone 475 C. Blágrár 500 pantone 7543 C/7544 U, blágrár 300 pantone 649, blágrár 200 pantone 656 C. Hvítur.

 

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 43. gr. lögreglulaga, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 18. febrúar 2025.

 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
dómsmálaráðherra.

Haukur Guðmundsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica