224/2025
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 619/2017 um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó.
1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist:
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar gerðir sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/204 frá 28. október 2022 um tækniforskriftir, staðla og verklagsreglur fyrir sameiginlega gátt fyrir siglingar í Evrópu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1239. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 171/2024 frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77 frá 17. október 2024, bls. 297-319.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/205 frá 7. nóvember 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1239 að því er varðar stofnun gagnasafns fyrir sameiginlega gátt fyrir siglingar í Evrópu og um breytingu á viðaukanum við hana. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 136/2024 frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 158-364.
2. gr.
Eftirfarandi breyting verður á A-hluta viðauka við reglugerðina.
2. tölul. verður svohljóðandi:
Upplýsingar sem heimilt er að skrá í Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi sbr. II. kafla laga nr. 51/2021, um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.
3. gr.
Eftirfarandi breyting verður á B-hluta viðauka við reglugerðina.
7. tölul. verður svohljóðandi:
Yfirlýsing um heilbrigði sæfarenda skv. reglugerð um sóttvarnavottorð og sóttvarnaundanþágu fyrir skip, nr. 1655/2023.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. og 3. mgr. 16. gr. c og 1. og 2. mgr. 17. gr. laga um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003, og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.
Eyjólfur Ármannsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ingilín Kristmannsdóttir.