217/2025
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 935/2018 um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun.
1. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar bætast sex nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2009 frá 22. júní 2020 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna yfirborðsmeðferðar þar sem lífrænir leysar eru notaðir, þ.m.t. að verja við og viðarvörur með íðefnum, sem vísað er til í lið 1fw í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2021, þann 23. apríl 2021. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 1-60.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2326 frá 30. nóvember 2021 um að fastsetja niðurstöðu um bestu aðgengilegu tækni (BAT), í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna stórra brennsluvera, sem vísað er til í lið 1fx í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 346/2022, þann 9. desember 2022. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 61-141.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2110 frá 11. október 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna vinnsluiðnaðar fyrir járnríka málma, sem vísað er til í lið 1fy í XX viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 142-206.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2427 frá 6. desember 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, varðandi kerfi til sameiginlegrar úrgangsloftsstjórnunar og -hreinsunar í íðefnageiranum, sem vísað er til í lið 1fz í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2023, þann 13. júní 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 207-256.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2508 frá 9. desember 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna textíliðnaðar, sem vísað er til í lið 1fza í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2023, þann 13. júní 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 257-306.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2749 frá 11. desember 2023 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, fyrir sláturhús og iðnað fyrir aukaafurðir úr dýrum og/eða ætar samafurðir, sem vísað er til í lið 1fzb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2024 frá 15. mars 2024. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 307-338.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2009 frá 22. júní 2020 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna yfirborðsmeðferðar þar sem lífrænir leysar eru notaðir, þ.m.t. að verja við og viðarvörur með íðefnum.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2326 frá 30. nóvember 2021 um að fastsetja niðurstöður um bestu, aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, vegna stórra brennsluvera.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2110 frá 11. október 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna vinnsluiðnaðar fyrir járnríka málma.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2427 frá 6. desember 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, varðandi kerfi til sameiginlegrar úrgangsloftsstjórnunar og -hreinsunar í íðefnageiranum.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2508 frá 9. desember 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna textíliðnaðar.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2749 frá 11. desember 2023 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, fyrir sláturhús og iðnað fyrir aukaafurðir úr dýrum og/eða ætar samafurðir.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 13. febrúar 2025.
F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
Stefán Guðmundsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.