217/2006
Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
3. gr. liður 3.10, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 705, 18. ágúst 2004, orðast svo:
3.10
|
Verð fyrir hvern leik (röð) í Lottó 5/38 er kr. 100, Jóker kr. 200, og í Víkingalottói kr. 50. Aðeins er unnt að gerast þátttakandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár eða með rafrænum hætti, sbr. lið 3.1.
|
2. gr.
5. gr. liður 5.5.1, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 534, 26. júní 2001, orðast svo:
5.5.1 Lottó 5/38:
- 57% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa allar 5 aðaltölur réttar. Með vísan til 5. gr., lokamálsliðar 5.6, er heimilt, ef 57% af heildarvinningsfjárhæð nær ekki 5 milljónum króna, að bæta við fyrsta vinningsflokk fjárhæð, sem þarf til að vinningsfjárhæðin fari yfir 5 milljónir króna. Viðbót þessi skal hlaupa á 50.000 krónum.
- 2,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu. Með vísan til liðar 5.6., 3. mgr., er heimilt, ef 2,5% af heildarvinningsfjárhæð nær ekki 300.000 krónum, að bæta við þennan vinningsflokk fjárhæð sem þarf til að vinningsfjárhæðin fari yfir 300.000 krónur. Viðbót þessi skal hlaupa á 10.000 krónum.
- 14,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar.
- 17,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar.
-
8,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 2 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu.
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26, 2. maí 1986, sbr. lög nr. 126, 16. desember 2003, öðlast gildi 16. apríl 2006.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 8. mars 2006.
Björn Bjarnason.
Fanney Óskarsdóttir.