Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

205/2025

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.

1. gr.

Í stað orðsins "Umhverfisstofnun" í 4. tl. 3. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.

 

2. gr.

23. töluliður 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

3. gr.

Orðin "utan þynningarsvæða" í e-lið 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

4. gr.

18. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

5. gr.

Hvarvetna í fylgiskjali við reglugerðina fellur textinn "/þynningarsvæði" brott.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í b-lið 29. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 10. febrúar 2025.

 

Jóhann Páll Jóhannsson
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Stefán Guðmundsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica