1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
Í stað "vöruvali" í 5. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur: vöruúrvali.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:
4. gr.
15. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Árangursviðmið söluflokka og færsluákvarðanir.
Söluárangur vöru ákvarðast af eftirspurn hennar.
ÁTVR ákveður árangursviðmið vöruhópa innan söluflokka. Vörur innan sama vöruhóps skulu metnar með hliðsjón af skilgreindu viðmiði til að greina söluárangur innan þess hóps.
Árangursviðmið söluflokka skal birta á vefsvæði ÁTVR og endurskoða reglulega.
Eigi sjaldnar en þrisvar sinnum á ári skal ÁTVR taka færsluákvarðanir á grundvelli árangursviðmiða skv. 2. mgr. og söluárangurs, sbr. skrá skv. 2. og 4. mgr. 16. gr. Færsluákvörðun getur falið í sér að vara helst áfram í söluflokki, vara er færð á milli söluflokka eða vara er felld úr söluflokki.
Vara sem fellur úr söluflokki skv. 4. mgr. án þess að uppfylla skilyrði um tilfærslu í annan söluflokk skal falla úr vöruúrvali ÁTVR og vörukaupasamningi sagt upp.
5. gr.
16. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skrá yfir söluárangur.
Á aðgangsstýrðu vefsvæði birgis á birgjavef skal ÁTVR birta mánaðarlega skrá yfir söluárangur þeirra vara sem viðkomandi birgir er handhafi vörukaupasamnings um.
ÁTVR skal birta mánaðarlega á vefsvæði sínu skrá yfir söluárangur allra vara í kjarna- og sérflokki undangengna 12 mánuði.
ÁTVR skal birta á vefsvæði sínu skrá yfir söluárangur allra vara í tímabilsflokki að liðnu hverju sölutímabili.
Að liðnu hverju reynslusölutímabili skal ÁTVR birta á vefsvæði sínu skrá yfir söluárangur allra vara sem boðnar voru til sölu á viðkomandi reynslusölutímabili.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:
8. gr.
2. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
9. gr.
2. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Vara sem nær ekki árangursviðmiðum sérflokks fellur úr vöruúrvali ÁTVR við næstu færsluákvörðun og skal vörukaupasamningi sagt upp.
10. gr.
4. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
11. gr.
23. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
ÁTVR ákveður og birtir á vefsvæði sínu samsetningu grunnvöruúrvals hvers stærðarflokks vínbúða á grundvelli markmiða íslenskrar áfengislöggjafar, áfengisstefnu stjórnvalda, fjölbreytni í vöruúrvali, eftirspurnar og væntinga viðskiptavina. Samsetning grunnvöruúrvals skal endurskoðuð eigi sjaldnar en þrisvar sinnum á ári.
Grunnvöruúrval hvers stærðarflokks vínbúða skiptist í ákveðnum hlutföllum í vöruvalsdeildir eftir megineinkennum vöru og hver vöruvalsdeild í vörudeildir eftir nánari einkennum vöru. Einkenni vöru geta t.d. lotið að hráefni, framleiðsluaðferð og -svæði, bragðeinkennum, umbúðagerð, lítramáli umbúða, söluverði, styrkleika vínanda miðað við rúmmál, viðurkenndri vottun o.fl.
Grunnvöruúrval hvers stærðarflokks vínbúða skal samanstanda af tilteknum lágmarksvörufjölda úr hverri tiltekinni vöruvals- og vörudeild.
12. gr.
24. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglulega skal ÁTVR taka ákvarðanir um dreifingu vara í samræmi við ákvarðað vöruúrval. Ákvarðanir um dreifingu skal birta á vefsvæði ÁTVR, eftir atvikum í viðeigandi skrá um söluárangur skv. 16. gr.
Söluárangur samkvæmt gildandi skrá um söluárangur, sbr. 16. gr., skal ráða forgangi til dreifingar.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. skulu vörur í kjarnaflokki að jafnaði njóta forgangs um dreifingu umfram vörur í öðrum söluflokkum.
13. gr.
Í stað "eftirspurn" í 2. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar kemur: söluárangri.
14. gr.
Á eftir 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
ÁTVR er heimilt að ákveða að vöruúrval tiltekinnar vínbúðar geymi ekki vörur úr tilteknum vöruhópi, þrátt fyrir ákvæði 24. gr., ef fyrir liggur að viðkomandi vöruhópur nýtur ekki eftirspurnar í viðkomandi vínbúð.
15. gr.
Á eftir "eftirspurnar" í 1. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar kemur: eða væntinga.
16. gr.
Á eftir "matvæli" í 29. gr. reglugerðarinnar kemur: laga nr. 130/2014, um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
17. gr.
Orðin "lágmarki 50 millilítrar og að" í 33. gr. reglugerðarinnar falla brott.
18. gr.
35. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á öllum umbúðum vöru skal vera EAN- eða UPC-strikamerki auk talnarunu sem strikamerkinu er ætlað að tákna.
Strikamerki hverrar vöru skal vera frábrugðið strikamerkjum annarra vara.
Strikamerki innri umbúða vöru skal vera frábrugðið strikamerki ytri umbúða viðkomandi vöru ef umbúðirnar geyma ólíkt innihald, t.d. hvað viðkemur magni (fjölpakkningar). Nú er vöru breytt, t.d. lagarmáli, og skal þá strikamerki breyttra umbúða vera frábrugðið strikamerki óbreyttra umbúða nema það sé bersýnilega óþarft.
19. gr.
43. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
ÁTVR skal viðhafa gæðaeftirlit með vörusafni sínu bæði reglubundið og þegar sérstakt tilefni er til.
20. gr.
3. mgr. 47. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Strikamerki, frábrugðið strikamerkjum vara skv. 35. gr., skal að jafnaði vera á flutningsumbúðum.
21. gr.
Við 48. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
ÁTVR hefur heimild til að fella vörukaupasamning úr gildi ef vara, sem boðin er til sérpöntunar skv. 21. gr., reynist ítrekað ófáanleg fyrir viðskiptavin ÁTVR vegna atvika sem birgir ber ábyrgð á.
22. gr.
Í stað "vöruvali" í 1. og 2. málsl. 3. mgr. 49. gr. reglugerðarinnar kemur: vöruúrvali.
23. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. reglugerðarinnar:
24. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar:
25. gr.
Á eftir 52. gr. kemur ný grein, 52. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Reglur um nánari framkvæmd.
ÁTVR er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd reglugerðar þessarar, þ. á m. um:
26. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 11. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 20. febrúar 2025.
F. h. fjármála- og efnahagsráðherra,
Helga Jónsdóttir.
Guðlaug María Valdemarsdóttir.