1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Flutningar sem ekki eru stundaðir í atvinnuskyni: Flutningar á vegum, aðrir en þeir sem stundaðir eru gegn gjaldi eða fyrir eigin reikning, þar sem ekki er tekið á móti beinni eða óbeinni greiðslu og sem leiða hvorki til tekjuöflunar ökumanns né annarra með beinum eða óbeinum hætti, og tengjast ekki atvinnu- eða viðskiptastarfsemi.
4. gr.
Á eftir orðunum "sem önnur vinna" í 1. málsl. 4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: og skal hann skrá öll þau tímabil sem hann er tiltækur.
5. gr.
Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ökumaður má taka 45 mínútna hlé frá akstri í ökutækinu þegar annar er með honum sem leysir hann af. Það er að því gefnu að sá síðarnefndi sjái með öllu um aksturinn.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:
7. gr.
4. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Vikulegur hvíldartími og önnur hvíld, umfram 45 klst., sem er uppbót vegna styttingar daglegs eða vikulegs hvíldartíma ökumanns skulu tekin utan ökutækis. Sé ökumaður fjarri búsetustað skal hvíldartíminn tekinn á viðeigandi gististað þar sem fullnægjandi svefn- og hreinlætisaðstaða er til staðar og skal vinnuveitandi standa straum af öllum kostnaði vegna gistingar utan ökutækisins.
8. gr.
Á eftir orðunum "við ekna vegalengd" í 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar kemur: , hraða afhendingar.
9. gr.
Í stað orðanna "sem falla undir 14. og 15. gr." í 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar kemur: þegar þau verða talin vegna brota flytjanda gegn 14. eða 15. gr.,.
10. gr.
Við 19. gr. reglugerðarinnar bætast fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Ökumanni er einnig við sérstakar aðstæður heimilt að víkja frá ákvæðum 1. og 2. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 10. gr. að því tilskildu að umferðaröryggi sé ekki teflt í tvísýnu, með því að fara umfram daglegan eða vikulegan aksturstíma sem nemur allt að einni klukkustund til að komast að bækistöð vinnuveitandans eða búsetustað sínum til að taka vikulegan hvíldartíma.
Við sömu skilyrði er ökumanni heimilt að fara umfram daglegan eða vikulegan aksturstíma sem nemur allt að tveimur klukkustundum að því tilskildu hann hafi gert hlé á akstri í 30 mínútur samfellt áður en viðbótarakstur hófst í því skyni að komast að bækistöð vinnuveitandans eða búsetustað sínum til að taka vikulegan hvíldartíma.
Ökumaðurinn skal tilgreina ástæðu slíkra frávika handvirkt á ökuritaskífu skráningarbúnaðarins eða á útprentun skráningarbúnaðarins eða í vaktaskrá, í síðasta lagi við komu á áningarstað.
Allan viðbótaraksturstíma skal bæta upp með samsvarandi samfelldum hvíldartíma innan þriggja vikna frá lokum vikunnar sem um er að ræða.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar:
12. gr.
Við 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Eftirlitsstofnun EFTA birtir þessar upplýsingar án tafar á vefsetri sem er aðgengilegt almenningi.
13. gr.
Við töflu í 1. mgr. 30. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
d) | ![]() |
: hvíld, hlé, árlegt orlof eða veikindaleyfi. | |
e) | ![]() |
: ferja/lest: hvíldartími sem er varið um borð í ferju eða lest eins og krafist er í 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 561/2006. |
14. gr.
Hvar sem "28" kemur fyrir í 1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar kemur: 56.
15. gr.
Við 38. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Samgöngustofa getur krafist þess að ökumaður skipti út ökumannskorti fyrir nýtt ef það er nauðsynlegt til að uppfylla viðeigandi tækniforskriftir.
16. gr.
Í stað orðanna "næstliðinna 28 daga" í a-lið 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við reglugerðina kemur: eftirlitsdagsins og næstliðinna 56 daga.
17. gr.
55. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt XVIII. kafla umferðarlaga nr. 77/2019 og reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
18. gr.
Við 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarksvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð (ESB) nr. 165/2014 að því er varðar staðarákvörðun með aðstoð ökurita, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2022, 18. mars 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 26 frá 21. apríl 2022, bls. 255-270.
19. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 54. og 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Þrátt fyrir 1. mgr. skal c-liður 1. mgr. 1. gr. öðlast gildi 1. júlí 2026.
Innviðaráðuneytinu, 3. febrúar 2025.
Eyjólfur Ármannsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ingilín Kristmannsdóttir.