1. gr.
1. málsliður 2. mgr. 1. gr. verði svohljóðandi:
Reglugerðin gildir ekki um ölkelduvatn eða annað neysluvatn, né fæðubótarefni. Um fæðubótarefni gildir skilgreining í 3. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli.
2. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 8. og 9. tl. 3. gr.:
Skilgreiningar á "náttúruvörum" og "hollefnum" falla brott.
3. gr.
Í stað neðanmálstexta við töflu fyrir vítamín og steinefni í viðauka kemur eftirfarandi texti:
A-vítamín er gefið upp í retinoljafngildum. 1 retinoljafngildi (RJ) = 1 μg retinol = 12 μg β-karótín.
E-vítamín er reiknað sem α-tókóferoljafngildi. 1 α-tókóferoljafngildi (α-TJ) = 1 mg RRR-α-tókóferol.
Níasín er reiknað sem níasínjafngildi. 1 níasínjafngildi (NJ) = 1 mg níasín = 60 mg tryptófan.
*RDS-gildi sem hér koma fram eru viðmiðunargildi til notkunar við umbúðamerkingar og geta sem slík verið frábrugðin ráðlögðum dagskömmtum gefnum út af Lýðheilsustöð - manneldisráði og heilbrigðisráðuneytinu.
4. gr.
Við reglugerðina bætist svohljóðandi bráðabirgðaákvæði:
Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði reglugerðarinnar er heimilt til 31. október 2012 að dreifa matvörum sem ekki uppfylla ákvæði í viðauka hennar um vítamín og steinefni og/eða breytistuðla fyrir erythritol og trefjar vegna útreiknings á orkugildi, sbr. 3. tl. 9. gr.
Við merkingu vítamína og steinefna skal fram að þeim tíma taka mið af eftirfarandi lista yfir þau efni sem heimilt er að tilgreina og ráðlagðan dagskammt þeirra:
Vítamín og steinefni sem heimilt er að tilgreina og ráðlagður
dagskammtur þeirra (RDS)*
Vítamín: |
RDS: |
|
Steinefni: |
RDS: |
||||||||
A-vítamín |
800 |
µg |
Kalsíum |
800 |
mg |
|||||||
D-vítamín |
5 |
µg |
Fosfór |
800 |
mg |
|||||||
E-vítamín |
10 |
mg |
Járn |
14 |
mg |
|||||||
Askorbínsýra (C) |
60 |
mg |
Magníum |
300 |
mg |
|||||||
Þíamín (B1) |
1,4 |
mg |
Sink |
15 |
mg |
|||||||
Ríbóflavín (B2) |
1,6 |
mg |
Joð |
150 |
µg |
|||||||
Níasín |
18 |
mg |
||||||||||
Pyridoxín (B6) |
2 |
mg |
||||||||||
Fólasín |
200 |
µg |
||||||||||
Cýankóbalamín (B12) |
1 |
µg |
||||||||||
Bíótín |
0,15 |
mg |
||||||||||
Pantóþensýra |
6 |
mg |
A-vítamín er gefið upp í retinoljafngildum. 1 retinoljafngildi (RJ) = 1 μg retinol = 12 μg β-karótín.
E-vítamín er reiknað sem α-tókóferoljafngildi. 1 α-tókóferoljafngildi (α-TJ)= 1 mg RRR-α-tókóferol.
Níasín er reiknað sem níasínjafngildi. 1 níasínjafngildi (NJ) = 1 mg níasín = 60 mg tryptófan.
*RDS-gildi sem hér koma fram eru viðmiðunargildi til notkunar við umbúðamerkingar og geta sem slík verið frábrugðin ráðlögðum dagskömmtum gefnum út af Lýðheilsustöð - manneldisráði og heilbrigðisráðuneytinu.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun (EB) nr. 2008/100. Reglugerðin tekur gildi 1. mars 2010.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. febrúar 2010.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.