1. gr.
Orðin "(nema handhafar diplómata-, þjónustu- og opinberra vegabréfa og vegabréfa útgefnum fyrir 25. maí 2015)" aftan við orðið "Vanúatú" í töflu í I. mgr. í viðauka 8 við reglugerðina falla brott.
2. gr.
Í stað orðanna "Handhafar vegabréfa sem gefin eru út af Vanúatú fyrir 25. maí 2015, sem og handhafar diplómatískra vegabréfa, opinberra vegabréfa og þjónustuvegabréfa frá Vanúatú." í 14. tölul. II. mgr. í viðauka 9 við reglugerðina kemur: Handhafar vegabréfa sem gefin eru út af serbnesku samræmingarskrifstofunni [á serbnesku: Koordinaciona uprava] til ríkisborgara Serbíu sem búsettir eru í Kósovó.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. mgr. 20. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 23. janúar 2025.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
dómsmálaráðherra.
Haukur Guðmundsson.