Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

166/1985

Reglugerð um greiðslu sjúkratrygginga á kostnaði við sjúkrahjálp, sem ekki er unnt að veita í íslensku sjúkrahúsi - Brottfallin

1. gr.

Sjúkratryggingar greiða að fullu kostnað sjúkratryggðs manns vegna bráðnauðsynlegrar sjúkrahúsvistar erlendis, ásamt læknishjálp og annarri þjónustu í sjúkrahúsinu, svo og kostnaði við dvöl, lyf og læknishjálp, sem nauðsynleg er erlendis að lokinni sjúkrahúsvist þar, enda sé ekki unnt að veita nauðsynlega hjálp í íslensku sjúkrahúsi að dómi úrskurðarnefndar sbr. 4. gr.

 

2. gr.

Kostnaður vegna vistunar samkvæmt 1. gr. greiðist of sjúkrasamlagi hins sjúkratryggða og sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins þannig að sjúkrasamlag greiðir fyrir sjúkrahúsvist ásamt læknishjálp og annarri þjónustu, allt að hæsta daggjaldi íslenskra sjúkrahúsa, en sjúkratryggingadeild greiðir það sem umfram er eða allan kostnað ef réttur hins sjúkratryggða á hendur sjúkrasamlagi er að þessu leyti fallinn niður. Ennfremur greiðir sjúkratryggingadeild kostnað við dvöl, lyf og læknishjálp, sem nauðsynleg er að lokinni sjúkrahúsvist erlendis.

 

3. gr.

Ef óskað er eftir því, að sjúkratryggður maður vistist á öðrum og dýrari stað erlendis en úrskurðarnefnd samkv. 4. gr. hefur ákveðið, greiðir sjúkratryggingadeild aðeins þann kostnað, sem henni hefði borið að greiða fyrir sambærilega vistun á hinum ódýrari stað. Skal hinum sjúkratryggða gerð grein fyrir þessu strax og ósk liggur fyrir og honum kynntur útreikningur á greiðsluhluta deildarinnar, þegar reikningar liggja fyrir.

Tryggingastofnun ríkisins getur krafist tryggingar fyrir greiðslu á hluta hins tryggða, þegar stofnunin ábyrgist alla greiðsluna gagnvart hinu erlenda sjúkrahúsi. Verði sjúklingur fyrir verulegum kostnaði vegna lækningaferðar erlendis, sem harm fær hvergi endur­greiddan, getur ráðherra ákveðið að sjúkratryggingadeild greiði álit að 75% þess kostnaðar.

 

4. gr.

Nefnd, skipuð of heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fjögurra ára í senn, úrskurðar nauðsyn vistunar erlendis sbr. 1. gr. svo og meðferðarstað, sbr. 3. gr. Í nefndinni eiga sæti tveir yfirlæknar við Landspítalann, yfirlæknir við Borgarspítalann, yfirlæknir við Landakotsspítalann og tryggingayfirlæknir, sem jafnframt er formaður hennar.

Í úrskurðum sínum skal nefndin byggja á læknisfræðilegum niðurstöðum eða viðurkenndri reynslu. Nefndin skal hafa til viðmiðunar staðal læknisþjónustu á Norðurlöndum og í Bretlandi. Nefndin getur leitað ráðgjafar hjá sérfræðingum, svo sem forstöðumönnum kennslugreina í læknadeild Háskóla Íslands.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 42. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971, öðlast gildi þegar við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. apríl 1985.

 Matthías Bjarnason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica