1. gr.
Á eftir 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
Skip sem stunda veiðar á norsk-íslenskri síld skulu hafa sjóskilju þar sem hámarksbil milli rimla er ekki meira 10 mm og skulu rimlarnir rafsoðnir fastir. Ef gataplötur eru notaðar í stað rimla má hámarksþvermál gata ekki fara yfir 10 mm. Göt og rimlar í rennum framan við sjóskilju mega ekki fara yfir 15 mm í þvermál.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 8., 11. og 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, 8., 9. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 2., 9. og 30. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og 3., 4., 6.-8., 18. og 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. janúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson
atvinnuvegaráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.