1. gr.
2. gr. orðist svo:
Starfsleyfi skv. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hafa B.S. prófi í matvælafræðum frá Háskóla Íslands. Ráðherra getur að fenginni umsögn landlæknis, matvæla- og næringafræðingafélags Íslands og þeirrar deildar Háskóla Íslands, þar sem matvælafræði er kennd, veitt þeim starfsleyfi, ótakmarkað eða tímabundi, sem lokið hafa sambærilegu háskólaprófi erlendis. Í þeim tilvikum skal umsækjandi sanna þekkingu sína í íslenskri matvælalöggjöf og geta mælt og ritað á íslenskt mál, sé um erlenda ríkisborgara að ræða.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkv. lögum nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 16. mars 1988.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.