Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Menntamálaráðuneyti

157/2007

Reglugerð um breyting á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla, nr. 98/2000, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verði á 3. gr.:

  • Í stað orðanna: "eða c-lið þessarar greinar" í 1. mgr. komi: c- eða d-lið þessarar greinar.
  • Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, er verði d) liður, svohljóðandi:

Til að hefja nám á viðskipta- og hagfræðibraut skulu nemendur hafa þreytt samræmd lokapróf í íslensku, ensku, stærðfræði og einni grein að auki. Meðaltal einkunnar á samræmdu lokaprófi og skólaeinkunnar við lok grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði skal vera 6,0 að lágmarki í hverri námsgrein og auk þess verður einkunn á samræmdu lokaprófi að vera 5,0 eða hærri í hverri þessara námsgreina. Um lágmarksárangur í fjórðu greininni gilda sömu ákvæði og tilgreind eru í 2. gr. fyrir íslensku og stærðfræði.

2. gr.

2. mgr. 9. gr. orðist svo:

Menntamálaráðuneytið ákveður fyrirkomulag innritunar í framhaldsskóla og gefur út leiðbeiningar til umsækjenda um frágang umsókna. Menntamálaráðuneytið auglýsir umsóknarfrest um skólavist í framhaldsskólum árlega. Til að umsóknir um skólavist teljist gildar verður að skila þeim áður en umsóknarfrestur rennur út.

Menntamálaráðuneytinu, 13. febrúar 2007.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica