157/2006
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:
- 2. mgr. orðast svo: Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa sýnileg í bifreið sinni skilríki skv. 4. mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa.
- 3. mgr. fellur brott.
2. gr.
Við 2. mgr. 7. gr. bætist við nýr málsliður sem orðast svo: Vegagerðin getur krafið atvinnuleyfishafa um afrit af staðfestu skattframtali og/eða rekstrarframtali ásamt fylgiskjölum ef hún hefur rökstuddan grun um að leyfishafi stundi ekki leigubifreiðaakstur eigin bifreiðar að aðalatvinnu.
3. gr.
4. ml. 1. mgr. 11. gr. orðast svo: Vegagerðinni er heimilt að veita þeim bifreiðastjórafélögum eða bifreiðastöðvum sem hún metur hæfar heimild til að gefa út undanþágur.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr.:
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo: Telji Vegagerðin að leyfishafi brjóti gegn reglum þeim er gilda um veitingu undanþágna eða hann veitir ekki umbeðnar upplýsingar skal hún tilkynna viðkomandi leyfishafa það ásamt áskorun um úrbætur. Verði leyfishafi ekki við áskorun Vegagerðarinnar getur hún svipt leyfishafa heimild til undanþágu frá akstri eigin bifreiðar. Ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða getur Vegagerðin svipt viðkomandi leyfishafa atvinnuleyfi en um málsmeðferð fer þá skv. 10. gr. Vegagerðinni er þó heimilt að veita leyfishafa aftur heimild til undanþágna frá akstri eigin bifreiðar eða veitt viðkomandi leyfishafa atvinnuleyfið aftur ef fyrir liggur staðfesting á úrbótum.
- 4. mgr. sem verður 5. mgr. orðast svo: Telji Vegagerðin að bifreiðastjórafélag eða bifreiðastöð brjóti gegn þeim reglum er gilda um undanþágur ber henni að tilkynna viðkomandi félagi eða bifreiðastöð það ásamt áskorun um úrbætur. Verði ekki orðið við áskorun Vegagerðarinnar fellur heimild til útgáfu undanþágna niður. Sama gildir verði bifreiðastjórafélag eða bifreiðastöð ekki við ítrekuðum óskum Vegagerðarinnar um upplýsingar sem hún óskar eftir um atvinnuleyfishafa og forfallabílstjóra. Vegagerðinni er þó heimilt að veita bifreiðastjórafélagi eða bifreiðastöð leyfið á ný ef fyrir liggur staðfesting á úrbótum.
5. gr.
1. ml. 1. mgr. 14. gr. orðast svo: Undanþágur skulu gefnar út á númeruðum tölvuprentuðum eyðublöðum í fjórriti sem auðkennd eru með nafni þess er gefur undanþáguna út.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr.:
- 3. ml. 1. mgr. orðast svo: Undanþágan verður ekki veitt lengur en í 4 ár og fellur atvinnuleyfi hlutaðeigandi leyfishafa niður nema hann sýni fram á vinnufærni með vottorði frá trúnaðarlækni Vegagerðarinnar.
- Á eftir 3. ml. 1. mgr. bætist við nýr málsliður sem orðast svo: Þá má leyfishafi ekki fá undanþágu frá akstri eigin bifreiðar vegna veikinda í samtals meira en 3 mánuði næstu tólf mánuði.
7. gr.
1. ml. 1. mgr. 20. gr. orðast svo: Gjald fyrir undanþágu skal innheimt af Vegagerðinni eða þeim sem heimild hefur frá henni til útgáfu undanþágna.
8. gr.
3. mgr. 22. gr. fellur brott.
9. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 134/2001 um leigubifreiðar, öðlast þegar gildi og staðfestist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytinu, 8. febrúar 2006.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.