Umhverfisráðuneyti

136/1978

Reglugerð um framkvæmd laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu - Brottfallin

1. gr.

            Ákvæði þessarar reglugerðar taka til Skútustaðahrepps og Laxár með hólmum og kvíslum allt að ósi árinnar við Skjálfanda, ásamt 200 m breiðum bakka meðfram laxá báðum megin.

 

2. gr.

            Á landssvæði því, er um getur í 1. gr., er hvers konar mannvirkjagerð og jarð­rask óheimilt, nema leyfi Náttúruverndarráðs komi til.

            Breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna eru einnig ó­heimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til sérstakt leyfi Nátttíru­verndarráðs.

            Heimilar skulu þó framkvæmdir, sem nauðsynlegar og eðlilegar teljast til búskapar á lögbýlum, nema spjöllum valdi á náttúruverðmætum að dómi Nátttíru­verndarráðs.

            Þá eru heimilar, án sérstaks leyfis Náttúruverndarráðs, byggingar samkvæmt staðfestu skimlagi, enda hafi Náttúruverndarráð fallist á skipulagsáætlun þá, sem um er að ræða.

 

3. gr.

            Náttúrurannsóknastöð skal starfrækt við Mývatn.

            Menntamálaráðuneytið skipar stjórn stöðvarinnar samkvæmt tilnefningum Náttúrufræðistofnunar Íslands, Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands, hreppsnefndar Skútustaðahrepps og Landeigendafélags Laxár og Mývatns og Náttúru­verndarráðs, og skal fulltrúi ráðsins vera formaður stjórnarinnar.

            Skipa skal jafnmarga menn til vara á sama hátt. Stjórn stöðvarinnar skal skipuð til 3 ára í senn að afloknu Nátttíruverndarþingi.

 

4. gr.

            Stjórn stöðvarinnar sér um framkvæmdir og rekstur. Hún er stjórnvöldum til ráðuneytis um allt það, er lýtur að framkvæmd laga nr. 36/1974 um verndun Mý­vatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

            Stjórnin er Náttúruverndarráði til ráðuneytis um framkvæmd þessara laga, sérstaklega er varðar rannsóknir. Stjórnin getur falið formanni sínum að láta í té umsögn í einstökum málum fyrir sína hönd. Náttúruverndarráð getur kvatt sér til samráðs og aðstoðar fulltrúa sveitarfélaga svæðisins, samtaka heimamanna og aðra, eftir því sem við á.

            Skrifstofa Náttúruverndarráðs annast daglegt skrifstofuhald, þar með fjármál stöðvarinnar.

 

5. gr.

            Verksvið rannsóknastöðvarinnar er rannsóknir á svæði því sem friðlýst er skv. lögum nr. 36/1974 sbr. 2. gr. Stjórn stöðvarinnar skal sjá um að framkvæmdar verði þær rannsóknir, sem eru nauðsynlegur grundvöllur verndunar Mývatns og Laxár. Rannsóknir skulu kostaðar af ríkissjóði sbr. 7. gr. laga nr. 36/1974 nema öðruvísi sé kveðið á sbr. m. a. 12. og 13. gr. hér á eftir.

 

6. gr.

            Stjórn rannsóknastöðvarinnar er heimilt að veita mönnum starfsaðstöðu við stöðina til rannsókna, enda geri þeir stjórninni rein fyrir niðurstöðum sínum. Hverjum þeim er rannsóknir stundar á svæðinu skal skylt að tilkynna stjórn stöðvarinnar um fyrirhugaðar rannsóknir og um niðurstöður þeirra þegar þær liggja fyrir (sjá ennfremur 21. gr.). Um rannsóknir erlendra manna fer skv. reglugerð nr. 107/1968 um náttúrurannsóknir erlendra vísindamanna á Íslandi. Þó skal Rannsókna­ráð ríkisins leita umsagnar stjórnar rannsóknarstöðvarinnar áður en leyfi er veitt til rannsókna á svæðinu.

 

7. gr.

            Námskeið háskólanema í náttúrufræði við Mývatn og Laxá skulu fara fram í samráði við stjórn rannsóknastöðvarinnar. Stjórnin skal veita aðstöðu til slíks nám­skeiðahalds að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa hverju sinni.

 

8. gr.

            Stjórn rannsóknastöðvarinnar kemur saman eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Formaður getur boðað aukafundi svo oft sem þurfa þykir. Þá skal skylt að boða fund ef tveir stjórnarmenn óska þess. Stjórnin skiptir með sér verkum í upphafi skipunartímabils, að öðru leyti en því sem ákveðið er í lógum.

 

9. gr.

            Stjórnin birta skrá um rannsóknir og athuganir innan umdæmis stöðvarinnar. Skal hún leitast við að afla og safna saman til varðveislu í húsakynnum sínum þeim gögnum sem skráin tiltekur. Ennfremur skal stjórnin fylgjast með þeim rannsóknum sem í gangi eru hverju sinni og snerta starfssvið stöðvarinnar. Stjórnin getur kvatt sér til ráðuneytis sérfræðinga og trúnaðarmenn eftir því sem nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir.

            Stjórnin beitir sér fyrir því að niðurstöður rannsókna séu gefnar út og kynntar hlutaðeigandi aðilum. Stjórnin birtir ársskýrslu um störf sín.

 

10. gr.

            Stjórn rannsóknarstöðvarinnar leggur fjárhagsáætlun sínag fyrir Náttúruvernd­arráð í febrúarmánuði ár hvert. Skal þar m. a. gerð rökstudd grein fyrir rannsóknum þeim er stjórnin leggur til að framkvæmdar verði að öllu eða nokkru leyti á kostnað ríkissjóðs. Við gerð árlegra rannsóknaáætlana og forgangsröðunar rannsókna ber stjórninni að taka tillit til þarfa náttúruverndar á svæðinu og skal stuðst við heildar­áætlun til langs tíma er stjórnin semur og endurskoðar efir því sem ástæða þykir til.

 

11. gr.

            Stjórnin gerir tillögur til Nátttíruverndarráðs um ráðningu starfsliðs skv, heimild í t;. gr. laga nr. 36/1974.

 

12. gr.

            Hver sú starfsemi sem rekin er á svæðinu skal kappkosta að halda í lágmarki mengun og öðrum umhverfisáhrifum, sem af viðkomandi starfsemi leiðir. Valdi starfsemi mengun, ofauðgun (eutrofication) eða öðrum neikvæðum áhrifum á um­hverfið skal skylt að koma í veg fyrir það og bæta orðinn skaða svo sem kostur er. Nátttíruverndarráð setur, að fenginni umsögn stjórnar rannsóknastöðvarinnar fyrir­mæli um úrbætur og getur m.a. sett ákveðinn frest þar til. Sé heim fyrirmælum eigi hlýtt getur Náttúruverndarráð krafist atbeina lögreglustjóra til stöðvunar viðkomandi starfsemi.

            Menntamálaráðuneytið getur að höfðu samráði við heilbrigðismálaráðuneytið sett reglugerð um varnir gegn mengun á svæði því sem lögin taka til,  að fengnum tillögum Heilbrigðiseftirlits ríkisins og Náttúruverndarráðs, telji þessar stofnanir þörf á að sett verði ítarlegri ákvæði en fyrir ern í almennum reglugerðum. Slíkar reglur mega kveða  á um staðla,  sm takmarka notkun skaðlegra efna, er byggjast á bestu fáanlegum upplýsingum og rannsóknum.

            Náttúruverndarráð getur látið fara fram rannsóknir á umhverfisáhrifum af hverri þeirri starfsemi sem rekin er á svæðinu, enda leiki grunur á að starfsemin valdi mengun eða öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum. Stjórn stöðvarinnar skal  hafa yfirumsjón með slíkum rannsóknum. Skulu þær beinast að því að úrskurða hvort um skaðsemi er að ræða og hvernig koma megi í veg fyrir hana. Leiði rannsókn i ljós skaðsemi,  skal viðkomandi skylt að hlíta þeim kröfum, sem gerðar verða um varnir gegn skaðlegum áhrifum, og skal hann bera kostnað af þeim, þ. á m. Undan-

gegnum rannsóknum.

 

13. gr.

            Hver sú starfsemi, sem fyrirhuguð er á svæðinu ekki hafin og leitt getur þess að land breyti verulega um svip, að náttúruminjum verði spillt, að framkvæmd leiði til mengunar eða til sérstakra spjalla á gróðri, er óheimil nema fengnu leyfi Náttúruverndaráðs sbr. 2. gr. hár að framan. Áður en Náttúruverndarráð veitir slík leyfi skal leitað álits stjórnar rannsóknastöðvarinnar.  Skulu stjórninni afhent öll þau gögn sem hún telur sig þurfa í málinu, og getur hún þá tiltekið rannsóknir eða fyrirbyggjandi aðgerðir.

 

14. gr.

            Náttúruverndarráð lætur sem uppdrátt af hinu friðlýsta svæði. þar sem mörkuð eru helstu landsvæði og staðir, sem eigi má raska eða eru viðkvæm fyrir truflunum . Ennfremur svæði þar sem sérstakar takmarkanir gilda uppdrátt þennan skal endurskoða svo oft sem þurfa þykir.

            Náttúruverndarráð setur, ef sérstök ástæða þykir, friðlýst einstakar náttúru­minjar eða staði, svo og dýra- eða plöntutegundir á svæðinu öllu eða hluta þess.  Skal þá farið eftir ákvæðum laga nr. 47/1971.

            Ráðið getur ennfremur takmarkað umferð á svæðum, svo sem varplöndum, stöðuvötnum og straumvötnum, eða hluta þeirra, til verndunar fuglalífi, eða ef aðrar knýjandi ástæður eru til.

 

15. gr.

            Allan byggingar á hinu friðlýsta svæði (aðrar en þær sem um getur í 3. mgr. 2. gr. hér að framan), skulu gerðar í samræmi við gildandi skipulagsuppdrátt, sem Náttúruverndarráð hefur áður fallist á.

            Þar til skipulagsuppdráttur hefur verið gerður getur skipulagsstjórn að fengnum meðmælum sveitarstjórnar og með samþykki Nátttíruverndarráðs leyft einstakar byggingaframkvæmdir, sem um kann að verða sótt, enda samrýmist þær væntanlegu skipulagi.

 

16. gr.

            Ábúendur lögbýla skulu, áður en ráðist er í meiriháttar framkvæmdir (sem ekki eru háðar ákv. 15. gr. sbr. 2. gr. hér að framan), s. s. nýbyggingar, framræslu, upp­græðslu eða aðra ræktun, tilkynna Náttúruverndarráði um fyriráætlun sína með nægum fyrirvara. Skal ráðið, svo fljótt sem unnt er, leggja mat á hina fyrirhuguðu framkvæmd.

Um gróðurvernd fer að öðru leyti en að ofan greinir eftir ákvæðum laga nr. 17/1965 um landgræðslu og 42/1969 um afréttarmálefni, fjallskil o. fl.

 

17. gr.

            Sumarbústaðir, önnur frístundahús og hvers konar mannvirki sem þeim fylgja, eru óheimil (a) innan 200 m frá bökkum stöðuvatna og straumvatna (b) á eyjum (c) á svæðum sem Náttúruverndarráð tilgreinir á uppdrætti sbr. 1g. gr.

            Náttúruverndarráð getur veitt undanþágur frá ofangreindum ákvæðum að því er tekur til mannvirkja sem fyrirhuguð eru við bæi, mannvirkja veiðifélaga og al­mennrar aðstöðu ferðamanna.

      Að öðru leyti fer um frístundahús eftir ákvæðum 2. gr. hér að framan, reglu­gerðar nr. 205/1973 um nátttíruvernd  og heilbrigðisreglugerðar nr. 45/1972.

      Þar til uppdráttur sbr. 14. g,r. hefur verið staðfestur eru byggingar sumarbústaða, annarra frístundahúsa og hverskonar mannvirkja, sem þeim fylgja óheimilar á því svæði, sem um getur í 1. gr.

 

18. gr.

            Náttúruverndarráð lætur gera jarðfræðikönnun á hinu friðlýsta svæði í þeim tilgangi (l ) að afmarka svæði sem friða ber fyrir raski, (2) að finna nýtanleg jarð­efni og meta þau og (3) að ákvarða hvar leyfa skuli efnistöku.

 

19. gr.

            Almenningi er frjáls för um hið friðlýsta svæði, eftir því sem lög leyfa, en með þeim takmörkunum, sem settar kunna að verða, sbr. 14. gr., Nátttíruverndarráð auglýsir.

            Í byggð er ferðamönnum heimilt að hafa tjöld og hjólhýsi á svæðum, sem til þess eru ætluð og merkt. en utan þeirra aðeins með sérstöku leyfi. Heimilt er að takmarka dvöl ferðamanna á þennan hátt á öðrum svæðum, ef þörf gerist og skal það þá fært á uppdrátt þann er um getur í 14. gr. og auglýsa sérstaklega.

 

20. gr.

            Notkun vélknúinna báta er heimil á Mývatni og öðrum stöðuvötnum á svæðinu, en þó aðeins í þágu atvinnurekstrar eða annarrar starfsemi sem nauðsynleg telst að mati Náttúruverndarráðs. Hraðbátar skulu þó óheimilir og getur ráðíð úrskurðað ákveðin hraða- og hávaðamörk, ef nauðsyn krefur. Á Laxá er notkun vélbáta bönnuð.

 

21. gr.

            Þeir sem hyggjast stunda náttúruathuganir, svo sem lögmæta söfnun náttúru­gripa, fuglaljósmyndun úr felutjöldum, fuglamerkingar, svo og aðrar hliðstæðar athu8anir, sem vafi 8etur lekið á að falli undir ákvæði 6. gr., skulu sem eftirlits­manni eða oddvita (sveitarstjóra) viðvart.

 

22. gr.

            Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer að ákvæðum 8. gr. laga nr. 36/1974.

 

23. gr.

            Að öðru leyti fer um verndun Laxár- og Mývatnssvæðisins samkvæmt lögum og reglugerð um náttúruvernd.

            Náttúruverndarráð hefur með höndum framkvæmdir á náttúruverndarmálum undir yfirstjórn Menntamálaráðuneytisins.

 

24. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum í 3., 4. og 5. gr. laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 9. mars 1978.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

 

Birgir Thorlacius


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica