Samgönguráðuneyti

90/1977

Reglugerð um skráningu flugtíma - Brottfallin

1. Almennt.

1.1. Handhafar skírteina stjórnanda loftfara, flugleiðsögumanna og flugvélstjóra skulu skrá flugtíma sinn í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.

1.1.1. Flugtíma skal skrá sérstaklega í flugdagbók sérhvers flugliða fyrir hverja gerð loftfars eða á hvern annan hátt sem flugmálastjórn samþykkir.

2. Stjórnandi loftfars.

Stjórnandi loftfars skal skrá sérstaklega fyrir hvert einstakt flug:

a) dagsetningu,

b) tegund loftfarsins,

c) skrásetningarmerki loftfarsins, d) stöðu sína sem

i) flugstjóri,

ii) aðstoðarflugmaður,

iii) kennari, eða

iv) nemi,

e) brottfararstað,

f ) komustað,

g) flugtíma:

i) dag,

ii) nótt,

iii) sjónflug (VFR),

iv) blindflug (IFR),

h) fjölda lendinga,

i) gerviflug,

j) sérstakar athugasemdir:

i) hæfnispróf (PFT),

ii) réttindapróf,

iii) gervi-blindflugsskilyrði (IMC),

iv) tegund aðflugs.

2.2. Flugstjóri undir handleiðslu:

2.2.1. Um skráningu flugstunda skal fara eftir gildandi reglum á hverjum tíma.

2.2.2. Skráning flugstunda skv. gr. 2.2.1. er háð því að hlutaðeigandi aðstoðarflugmaður framkvæmi sjálfur þau skyldustörf, sem flugstjóranum ber, við undirbúning, framkvæmd og lok flugs þess sem um ræðir.

2.3. Eftirlit með starfi aðstoðarflugmanns í stöðu flugstjóra skal vera í höndum flugstjóra sem flugmálastjórn hefur viðurkennt sem leiðbeinanda við hlutaðeigandi tegund loftfars.

2.3.1. Ef flugstjórinn telur það óhjákvæmilegt að hafa afskipti af starfi aðstoðarflugmanns, sem gegnir störfum flugstjóra undir handleiðslu, þá getur aðstoðarflugmaðurinn ekki skráð flugtímann sem "flugstjóri undir handleiðslu".

2.4. Aðstoðarflugmaður í loftfari þar sem ekki þarf nema einn flugmann:

2.4.1. Skráning flugtíma sem aðstoðarflugmaður í atvinnuflugi í loftfari, þar sem eigi þarf nema einn flugmann, er háð eftirfarandi:

a) að aðstoðarflugmaðurinn hafi réttindi á umrædda tegund loftfars,

b) að bæði flugstjóri og aðstoðarflugmaður hlutaðeigandi flugrekanda hafi fengið þá þjálfun á loftfarstegundina, sem tryggir örugg vinnubrögð í flugliðastarfi þeirra,

c) að loftfarið sé búið gátlistum sem tryggja örugga vinnuskiptingu milli flugstjóra og aðstoðarflugmanns,

d) að loftfar það, sem um ræðir, sé þannig búið að stjórna megi því með öryggi við allar aðstæður úr báðum flugmannssætum.

3. Flugleiðsögumaður og flugvélstjóri.

3.l. Flugleiðsögumaður og flugvélstjóri skulu skrá eftirfarandi atriði sérstaklega fyrir hvert einstakt flug:

a) dagsetningu,

b) tegund loftfarsins,

c) skrásetningarmerki loftfarsins,

d) stöðu sína, sem:

i) flugleiðsögumaður eða flugvélstjóri,

ii) kennari,

iii) nemi,

e) brottfararstað,

f) komustað,

g) flugtíma,

h) sérstakar athugasemdir

i) hæfnispróf (PFfi),

ii) réttindapróf.

4.

Refsiákvæði.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum, enda taki eigi önnur refsiákvæði XIII. kafla laga nr. 34 21. maí 1964 yfir atferlið.

5.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ;14. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 til að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 7. febrúar 1977.

Halldór E. Sigurðsson.

Birgir Guðjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica