REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 308/1995, um greiðslur
Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna kauptryggingar fiskvinnslufólks.
1. gr.
Ákvæði 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 5. gr. laga nr. 51/1995, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, öðlast þegar gildi. Frá og með 1. janúar 1999 skal fara með greiðslur samkvæmt lögum nr. 113/1990 um tryggingagjald, ásamt síðari breytingum, þannig að gjaldskyldir atvinnurekendur skulu skila tryggingagjaldi af launum starfsmanna sinna beint til innheimtumanna ríkissjóðs.
Félagsmálaráðuneytinu, 4. janúar 1999.
Páll Pétursson.
___________
Elín Blöndal.