1. gr.
Dagvist er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Dvöl á dagvist er tímabundin, ýmist daglega eða nokkra daga í viku.
Dagvist aldraðra telst sú starfsemi sem býður a.m.k. upp á eftirtalda þjónustu: flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklings, tómstundaiðju, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun.
Dagvist má reka sjálfstætt eða í tengslum við aðra starfsemi.
2. gr.
Heilbrigðisráðherra veitir dagvistum aldraðra rekstrarleyfi.
Heilbrigðisráðherra getur, ef sérstaklega stendur á, vent dagvist skilyrt rekstrarleyfi. Skilyrt rekstrarleyfi hefur það í för með sér að Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki kostnað vegna dagvistarinnar. Í þeim tilvikum skulu dagvistargestir greiða sjálfir allan kostnað vegna dagvistarinnar.
Dagvistir aldraðra sem hafa rekstrarleyfi við gildistöku reglugerðar þessarar eru taldar upp í fylgiskjali. Ný rekstrarleyfi og breytingar á rekstrarleyfum vegna dagvista aldraðra skal auglýsa í Stjórnartíðindum.
3. gr.
Daggjaldanefnd sjúkrahúsa, sbr. 46. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum, skal ákveða daggjald á dagvist aldraðra annarra en þeirra sem hafa skilyrt rekstrarleyfi eða þeirra sem eru í starfstengslum við sjúkrastofnun sem rekin er með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði skv. fjárlögum hverju sinni. Við ákvörðun daggjalds skal taka tillit til kostnaðar vegna ferða að og frá dagvist.
4. gr.
Stjórnendur dagvistar innheimta hjá dagvistargesti 500 krónur fyrir hvern dvalardag. Stjórnendur ákveða hversu oft í mánuði gjaldið er innheimt. Mánaðarlegt gjald má þó aldrei verða hærra en sem nemur einstaklingsgrunnlífeyri Tryggingastofnunar ríkisins.
Noti dagvistargestur flutningsþjónustu er greiðsla vegna hennar innifalin í gjaldinu sem harm greiðir fyrir hvern dvalardag.
Í lok hvers mánaðar innheimta stjórnendur dagvistar hjá Tryggingastofnun ríkisins mismun daggjalds á dagvist, sbr. 3. gr. og þeirrar fjárhæðar sem innheimta skal hjá dagvistargesti.
Fjárhæð sú sem dagvistargestur greiðir vegna dagvistar hækkar um leið og í samræmi við hækkanir bóta almannatrygginga.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 30. gr. laga um málefni aldraðra nr. 82/1989, öðlast gildi 1. febrúar 1990.
Reglugerð þessa skal endurskoða eigi síðar en tveimur árum frá gildistöku hennar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. janúar 1990.
Guðmundur Bjarnason.
Páll Sigurðsson.
Fylgiskjal.
DAGVIST FYRIR ALDRAÐA,
skv. 3. tl. 17. gr. laga um málefni aldraðra nr. 82/1989 1. janúar 1990.
Fjöldi dagvistarrýma
REYKJAVÍKURHÉRAÐ:
Dalbraut 25-27 40
Landspítali, Hátúni 10 20
Landakotsspítali, Hafnarbúðir 14
Skjól. 25
Hlíðabær 18
Múlabær 48
Miklabraut 26 9
Fannafold 135 5
REYKJANESHÉRAÐ:
Hrafnista DAS, Hafnarfirði 20
Sunnuhlíð, Kópavogi 18
VESTURLANDSHÉRAÐ:
Höfði, Akranesi 10
VESTFJARÐAHÉRAÐ:
Suðureyri. 5
Hlíf, Ísafirði 8
NORÐURLANDSHÉRAÐ EYSTRA:
Hornbrekka, Ólafsfirði 8
Dalbær,Dalvík. 14
Þjónustumiðstöðin Hlíð, Akureyri 12
Hvammur,Húsavík. 10
SUÐURLANDSHÉRAÐ:
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 8