Frá og með 8. apríl til og með 16. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suðurlandi, sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi 90° frá Stokksnesi og að vestan af 19°00´ V. Að utan markast svæðið af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins.
Ennfremur eru á tímabilinu frá og með 8. apríl til og með 16. apríl allar veiðar óheimilar á neðangreindum svæðum innan lína sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
Hrollaugseyjar:
1. 64° 05´0 N – 16° 06´0 V
2. 64° 01´8 N – 15° 59´0 V
3. 64° 03´0 N – 15° 39´0 V
4. 64° 13´5 N – 15° 29´0 V
Ingólfshöfði:
1. 63° 47´0 N – 16° 54´0 V
2. 63° 38´0 N – 16° 35´0 V
3. 63° 40´0 N – 16° 25´0 V
4. 63° 48´0 N – 16° 11´0 V
5. 63° 56´0 N – 16° 11´0 V
6. 64° 00´0 N – 16° 17´0 V
Meðallandsbugur:
1. 63° 30´0 N – 18° 02´0 V
2. 63° 30´0 N – 17° 30´0 V
3. 63° 47´0 N – 17° 15´0 V
Frá og með 17. apríl til kl. 10.00 28. apríl markast ytri mörk svæðisins vestur um frá Stokksnesi af línu sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu í punkt á 17°00´V. Þaðan í punkt 63° 15´ N og 17° 00´ V og síðan í punkt 63° 05´ N og 17° 40´ V og þaðan í réttvísandi 270° að 19° 00´ V.
Frá og með 1. apríl til og með 11. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af 19° 00´ V og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250° frá Skorarvita.
Að utan markast svæðið frá 19° 00´ V vestur um af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins að punkti 63° 33´00 N og 20° 27´00 V og þaðan í punkt 63° 33´00 N og 20° 50´00 V og þaðan í punkt 63° 47´85 N - 21° 16´00 V og þaðan af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins að Garðskaga.
Þaðan markast ytri mörk svæðisins af línu, sem dregin er um punkta í 4ra sjómílna fjarlægð í tilgreindar réttvísandi stefnur frá eftirgreindum stöðum:
1. 270° frá Hjörsey
2. 180° frá Malarrifsvita
3. 270° frá Tröllakirkju
4. 270° frá Öndverðarnesvita
5. 360° frá Öndverðarnesvita
6. 360° frá Töskuvita við Rif
7. 250° frá Skorarvita
Frá og með 12. apríl til kl. 10.00 21. apríl markast ytri mörk svæðisins af línu sem dregin er vestur um milli eftirgreinda punkta:
1. 63° 05´00 N – 19° 00´00 V
2. 63° 05´01 N – 19° 52´07 V
3. 63° 10´20 N – 20° 12´80 V
4. 63° 07´20 N – 20° 15´70 V
5. 63° 08´00 N – 20° 32´80 V
6. 63° 05´00 N – 20° 49´50 V
7. 63° 11´20 N – 21° 27´80 V
8. 63° 10´00 N – 21° 51´70 V
9. 63° 05´00 N – 22° 15´00 V
10. 63° 05´00 N – 22° 27´50 V
11. 63° 15´00 N – 23° 00´50 V
12. 63° 10´70 N – 23° 24´00 V
13. 63° 11´00 N – 24° 05´50 V
14. 63° 35´06 N – 23° 13´06 V
15. 63° 36´72 N – 23° 22´84 V
16. 63° 39´65 N – 23° 28´55 V
17. 64° 43´72 N – 24° 12´83 V
18. 64° 43´72 N – 24° 25´57 V
19. 65° 16´44 N – 24° 51´28 V
og þaðan réttvísandi 70° í Skorarvita.
Frá og með 15. apríl til kl. 10.00 30. apríl eru allar veiðar óheimilar á eftirgreindum svæðum:
A. Á Ísafjarðardjúpi innan línu sem dregin er frá Galtarvita í Straumnesvita.
B. Frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi innan 3ja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins.
C. Innan 3ja sjómílna frá fjörumarki Grímseyjar.
Auk ofangreindra veiðibanna eru á tímabilinu 1. til 30. apríl að báðum dögum meðtöldum allar veiðar með botnvörpu, dragnót og kolanetum bannaðar á eftirgreindum svæðum:
A. Selvogsbanki:
1. 63° 40´00 N – 21° 00´00 V
2. 63° 31´00 N – 20° 10´00 V
3. 63° 22´00 N – 20° 30´00 V
4. 63° 20´00 N – 20° 50´00 V
B. Hafnarleir:
1. 64° 05´00 N – 23° 15´00 V
2. 64° 05´00 N – 22° 54´00 V
3. 63° 50´00 N – 22° 53´00 V
4. 63° 50´00 N – 22° 57´00 V
5. 64° 00´00 N – 23° 20´00 V
C. Breiðafjörður:
1. 65° 16´00 N – 23° 27´00 V
2. 65° 10´00 N – 23° 27´00 V
3. 65° 00´00 N – 24° 20´00 V
4. 65° 05´00 N – 24° 37´00 V
Þrátt fyrir ákvæði 1.-4. gr. eru veiðar á grásleppu, innfjarðarækju, hörpudiski, ígulkerum, beitukóngi, kúfiski og til áframeldis á þorski heimilar þeim sem tilskilin leyfi hafa til þeirra veiða innan svæðisins. Ennfremur veiðar sem leyfðar kunna að verða á grundvelli 13. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.