Sjávarútvegsráðuneyti

30/2005

Reglugerð um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð. - Brottfallin

Austursvæði
(Stokksnes að 19° V).
1. gr.

Frá og með 8. apríl til og með 16. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suðurlandi, sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi 90° frá Stokksnesi og að vestan af 19°00´ V. Að utan markast svæðið af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins.

Ennfremur eru á tímabilinu frá og með 8. apríl til og með 16. apríl allar veiðar óheimilar á neðangreindum svæðum innan lína sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:

Hrollaugseyjar:
1. 64° 05´0 N – 16° 06´0 V
2. 64° 01´8 N – 15° 59´0 V
3. 64° 03´0 N – 15° 39´0 V
4. 64° 13´5 N – 15° 29´0 V

Ingólfshöfði:
1. 63° 47´0 N – 16° 54´0 V
2. 63° 38´0 N – 16° 35´0 V
3. 63° 40´0 N – 16° 25´0 V
4. 63° 48´0 N – 16° 11´0 V
5. 63° 56´0 N – 16° 11´0 V
6. 64° 00´0 N – 16° 17´0 V

Meðallandsbugur:
1. 63° 30´0 N – 18° 02´0 V
2. 63° 30´0 N – 17° 30´0 V
3. 63° 47´0 N – 17° 15´0 V


Frá og með 17. apríl til kl. 10.00 28. apríl markast ytri mörk svæðisins vestur um frá Stokksnesi af línu sem dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu í punkt á 17°00´V. Þaðan í punkt 63° 15´ N og 17° 00´ V og síðan í punkt 63° 05´ N og 17° 40´ V og þaðan í réttvísandi 270° að 19° 00´ V.


Vestursvæði
(19° V að Skor).
2. gr.

Frá og með 1. apríl til og með 11. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af 19° 00´ V og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250° frá Skorarvita.

Að utan markast svæðið frá 19° 00´ V vestur um af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins að punkti 63° 33´00 N og 20° 27´00 V og þaðan í punkt 63° 33´00 N og 20° 50´00 V og þaðan í punkt 63° 47´85 N - 21° 16´00 V og þaðan af línu sem dregin er í 4ra sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins að Garðskaga.

Þaðan markast ytri mörk svæðisins af línu, sem dregin er um punkta í 4ra sjómílna fjarlægð í tilgreindar réttvísandi stefnur frá eftirgreindum stöðum:
1. 270° frá Hjörsey
2. 180° frá Malarrifsvita
3. 270° frá Tröllakirkju
4. 270° frá Öndverðarnesvita
5. 360° frá Öndverðarnesvita
6. 360° frá Töskuvita við Rif
7. 250° frá Skorarvita

Frá og með 12. apríl til kl. 10.00 21. apríl markast ytri mörk svæðisins af línu sem dregin er vestur um milli eftirgreinda punkta:

1. 63° 05´00 N – 19° 00´00 V
2. 63° 05´01 N – 19° 52´07 V
3. 63° 10´20 N – 20° 12´80 V
4. 63° 07´20 N – 20° 15´70 V
5. 63° 08´00 N – 20° 32´80 V
6. 63° 05´00 N – 20° 49´50 V
7. 63° 11´20 N – 21° 27´80 V
8. 63° 10´00 N – 21° 51´70 V
9. 63° 05´00 N – 22° 15´00 V
10. 63° 05´00 N – 22° 27´50 V
11. 63° 15´00 N – 23° 00´50 V
12. 63° 10´70 N – 23° 24´00 V
13. 63° 11´00 N – 24° 05´50 V
14. 63° 35´06 N – 23° 13´06 V
15. 63° 36´72 N – 23° 22´84 V
16. 63° 39´65 N – 23° 28´55 V
17. 64° 43´72 N – 24° 12´83 V
18. 64° 43´72 N – 24° 25´57 V
19. 65° 16´44 N – 24° 51´28 V

og þaðan réttvísandi 70° í Skorarvita.


Önnur friðunarsvæði þorsks.
3. gr.

Frá og með 15. apríl til kl. 10.00 30. apríl eru allar veiðar óheimilar á eftirgreindum svæðum:
A. Á Ísafjarðardjúpi innan línu sem dregin er frá Galtarvita í Straumnesvita.
B. Frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi innan 3ja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins.
C. Innan 3ja sjómílna frá fjörumarki Grímseyjar.


Skarkolasvæði.
4. gr.

Auk ofangreindra veiðibanna eru á tímabilinu 1. til 30. apríl að báðum dögum meðtöldum allar veiðar með botnvörpu, dragnót og kolanetum bannaðar á eftirgreindum svæðum:

A. Selvogsbanki:
1. 63° 40´00 N – 21° 00´00 V
2. 63° 31´00 N – 20° 10´00 V
3. 63° 22´00 N – 20° 30´00 V
4. 63° 20´00 N – 20° 50´00 V

B. Hafnarleir:
1. 64° 05´00 N – 23° 15´00 V
2. 64° 05´00 N – 22° 54´00 V
3. 63° 50´00 N – 22° 53´00 V
4. 63° 50´00 N – 22° 57´00 V
5. 64° 00´00 N – 23° 20´00 V

C. Breiðafjörður:
1. 65° 16´00 N – 23° 27´00 V
2. 65° 10´00 N – 23° 27´00 V
3. 65° 00´00 N – 24° 20´00 V
4. 65° 05´00 N – 24° 37´00 V


5. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1.-4. gr. eru veiðar á grásleppu, innfjarðarækju, hörpudiski, ígulkerum, beitukóngi, kúfiski og til áframeldis á þorski heimilar þeim sem tilskilin leyfi hafa til þeirra veiða innan svæðisins. Ennfremur veiðar sem leyfðar kunna að verða á grundvelli 13. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


6. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.


7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 12. janúar 2005.

Árni M. Mathiesen.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica