1. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Kostnaður vegna löggæslu á skemmtistað samkvæmt 6. gr. greiðist úr ríkissjóði af viðkomandi lögreglustjóra.
Sá sem fyrir skemmtun stendur skal endurgreiða lögreglustjóra þann kostnað er leiðir af aukinni löggæslu vegna skemmtunar umfram það sem eðlilegt má telja. Við mat á því hvað megi teljast eðlilegt ber lögreglustjóra að taka mið af reynslu fyrri ára vegna sambærilegra skemmtana, þeim fjölda sem búist er við að sæki skemmtun, viðbúnaði leyfishafa vegna skemmtunar, hvort áfengi er leyft á skemmtun og staðsetningu skemmtunar, það er hvort hún er haldin í þéttbýli eða í dreifbýli.
Skal við það miðað að hverju sinni séu að jafnaði tiltækir tveir lögreglumenn við almenn löggæslustörf í nágrenni skemmtistaðar sem ríkissjóður ber allan kostnað af. Þá er gestum er heimill aðgangur að skemmtun eftir kl. 23.30 skal sá sem fyrir skemmtun stendur endurgreiða allan löggæslukostnað. Ríkissjóður skal þó bera ferðakostnað lögreglumanna. Að jafnaði skal eigi endurkrefja kostnað vegna löggæslu lengur en sem nemur einni klukkustund eftir að skemmtun lýkur. Kostnaður vegna löggæslu getur náð til eftirfarandi útgjalda:
Við ákvörðun um löggæslukostnað ber að gæta meðalhófs þannig að aðilum sé ekki íþyngt með kostnaði umfram það sem eðlilegt getur talist. Gæta skal samræmis við ákvörðun löggæslukostnaðar innan lögregluumdæmis þannig að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð. Þá skal einnig gæta samræmis milli lögregluumdæma með þeim hætti að í lögregluumdæmum af sambærilegri stærð gildi sömu reglur.
Kveða skal nánar á um gjaldtöku samkvæmt þessari grein í gjaldskrá sem dómsmálaráðherra setur.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 1. mgr. 34. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. júlí 2006.
Björn Bjarnason.
Ragna Árnadóttir.