1. gr.
Aftan við 1. mgr. 26. gr. kemur:
Umsækjanda, sem hefur ökunám frá og með 1. janúar 2008 og sækir um ökuskírteini fyrir flokk A eða B og hefur ekki áður haft ökuskírteini fyrir viðkomandi flokk, er skylt að stunda æfingaakstur í ökugerði, eins og því er lýst í X. viðauka og í samræmi við ákvæði í námskrá.
Æfingaakstur í ökugerði skal fara fram undir stjórn löggilts ökukennara og að jafnaði áður en umsækjandi lýkur ökunámi. Heimilt er að aksturinn fari fram á fyrstu tveimur árum eftir að umsækjandi fær bráðabirgðaskírteini en þó áður en umsækjandi fær fullnaðarskírteini.
2. gr.
Fyrri mgr. 78. gr. er felld niður.
3. gr.
Á eftir "IX. Endurmenntun" í 88. gr. a. kemur: X. Ökugerði.
4. gr.
Aftan við 1. mgr. III. viðauka í kaflanum "I. Sérstök skráning" kemur nýr málsliður sem orðast svo:
Ökutæki, sem notað er til kennslu í ökugerði, þarf þó ekki að skrá með sama hætti en skal skráð og fullnægja reglum um gerð og búnað ökutækja.
Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr. sem orðast svo:
Umferðarstofu er þó heimilt að veita undanþágu frá reglum um gerð og búnað ökutækis, sem notað er í ökugerði, þegar það er metið nauðsynlegt til þess að nýta megi ökutæki sem best við kennslu í ökugerði. Eigi má aka slíku ökutæki utan ökugerðis.
Gildandi 2. mgr. verður 3. mgr.
5. gr.
Á eftir b-lið undir fyrirsögninni "ákvæði til bráðabirgða" kemur nýr liður, c-liður, sem orðast svo:
6. gr.
Í stað "dómsmálaráðherra" í eftirtöldum greinum kemur: samgönguráðherra.
21. gr., 26. gr. og 88. gr.
7. gr.
2. mgr. 33. gr. orðast svo: Umferðarstofa löggildir prófdómendur.
8. gr.
Aftan við IX. viðauka kemur nýr viðauki, X. viðauki, sem orðast svo:
X. VIÐAUKI
Ökugerði.
1. Almennt.
Ökugerði er viðurkennt svæði, sbr. 2. gr., útbúið til þess að þar fari fram verkleg kennsla ökumanna ökutækja, sbr. 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar, sem ökuskírteini þarf til að mega stjórna.
Ökugerði skal vera afmarkað og lokað annarri umferð en æfingaakstri undir stjórn löggilts ökukennara.
Í ökugerði er líkt eftir akstursskilyrðum við mismunandi aðstæður þar sem veggrip minnkar. Slík skilyrði eru t.d. hálka, lausamöl, hjólför með bleytu, rásað malbik og akstur við mörk malbiks (bundins slitlags) og svæðis utan þess.
Sú skylda hvílir á þeim sem fær viðurkenningu samkvæmt reglum þessum til að reka ökugerði að veita ökunema eða handhafa bráðabirgðaskírteinis, sbr. 26. gr. reglugerðarinnar, lögmælta þjálfun.
Kennsla og þjálfun nemanda og æfingaakstur hans í ökugerði skal fyrst og fremst hafa það markmið að nemandi geti metið hættuleg akstursskilyrði þannig að hann þekki hættuna og reyni að forðast hana.
Ökukennari skal fylgjast með akstri nemanda og hafa yfirsýn yfir æfingasvæðið. Nemandi skal stjórna ökutæki á æfingasvæðinu án þess að ökukennari sé í ökutækinu og fylgist þar með akstrinum. Ökukennari þarf að geta gefið nemandanum fyrirmæli og leiðbeiningar með því að vera í talsambandi við hann.
Í tengslum við rekstur ökugerðis er heimilt að reka almennt kennslusvæði þar sem fram má fara kennsla og þjálfun vegna grunnnáms ökumanna, þ.m.t. til aukinna ökuréttinda, bifhjólanám og almenn endurþjálfun ökumanna. Reglur þessar gilda um slík svæði eins og við á.
2. Viðurkenning til reksturs ökugerðis.
Áður en ökugerði er tekið í notkun, skal liggja fyrir samþykki og viðurkenning Umferðarstofu á skipulagi þess og rekstri.
Beiðni um viðurkenningu Umferðarstofu skulu fylgja upplýsingar um staðsetningu ökugerðis og um hver bera muni ábyrgð á rekstri þess. Einnig nákvæmar upplýsingar og gögn um skipulag ökugerðis, þar með talið uppdrættir sem sýni stærð þess, gerð og fjölda brauta og önnur mannvirki, allt með samþykki byggingayfirvalda og í samræmi við 3. lið um skipulag og gerð ökugerðis.
Umferðarstofa hefur eftirlit með rekstri ökugerðis og getur afturkallað samþykki sitt þyki ástæða til.
3. Skipulag og gerð ökugerðis.
Ökugerði skal vera a.m.k. 400 150 m og þar skulu hið minnsta vera eftirtaldar æfingabrautir:
Braut skal vera til aksturs að og frá æfingabraut. Gert er ráð fyrir að á henni sé með góðu móti unnt að ná 70 km/klst hraða og aka á þeim hraða um stund áður en ekið er inn á æfingabraut. Slík braut skal vera a.m.k. 180 m löng og a.m.k. 5 m breið. Fjöldi brauta fer eftir skipulagi ökugerðis.
Á brautum og öryggissvæðum mega ekki vera neinar þær ójöfnur, brúnir eða hindranir sem aukið geta líkur á því að ökutæki velti, t.d. í hliðarskriði.
Í tengslum við æfingaakstur nemanda í ökugerði skal vera fyrir hendi aðgangur að húsnæði til fræðilegrar kennslu með þeim búnaði sem þarf, þar á meðal veltibíl og öryggisbeltasleða.
4. Skráning vegna náms í ökugerði.
Halda skal skrá yfir þá nemendur og ökukennara sem koma í ökugerði hverju sinni. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma þar fram:
Upplýsingar um nám í ökugerði skal skrá í ökunámsbók nemandans.
9. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, tekur gildi nú þegar.
Samgönguráðuneytinu, 28. febrúar 2007.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.