Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

862/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 501 11. ágúst 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

2. mgr. 17. gr. orðast svo:
Ökuskírteini fyrir flokk C má einungis veita þeim sem hefur öðlast fullnaðarskírteini fyrir flokk B.


2. gr.

3. mgr. 17. gr. orðast svo:
Ökuskírteini fyrir flokk BE og flokk CE má einungis veita þeim sem hefur öðlast fullnaðarskírteini fyrir flokk B, eftir atvikum C.


3. gr.

2. mgr. 18. gr. orðast svo:
Ökuskírteini fyrir flokk D má einungis veita þeim sem hefur öðlast fullnaðarskírteini fyrir flokk B.


4. gr.

2. mgr. 19. gr. orðast svo:
Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni má einungis veita þeim sem hefur öðlast fullnaðarskírteini fyrir flokk B og staðist ökupróf fyrir farþegaflutninga í atvinnuskyni.


5. gr.

Við 70. gr. bætist ný málsgrein sem verður 4. mgr., er orðast svo:
Ákvæði 1. og 2. málsgreinar þessarar greinar eiga ekki við um rétthafa gilds ökuskírteinis sem gefið hefur verið út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða í ríki sem samkvæmt samningi við EB hefur innleitt ákvæði tilskipunar nr. 91/439/EBE um ökuskírteini.


6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á undirkafla með fyrirsögninni Skilgreiningar í II. viðauka.

a. Við 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo:
Ökukennarar tilheyra þessum hópi.
b. Við 1. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:

Þeir, sem fyrir 15. ágúst 1997 hafa öðlast ökuréttindi eða ökukennararéttindi, sbr. hóp 2, geta þó fengið endurnýjuð þau réttindi á grundvelli ákvæða um sjón sem voru í gildi í reglugerð fram að þeirri dagsetningu.


7. gr.

Í stað orðanna "skráningarstofu ökutækja" í 1. mgr. I. kafla III. viðauka kemur: Umferðarstofu.


8. gr.

Í stað orðanna "31. desember 1999" í 2. mgr. í undirkafla með fyrirsögninni Ástand ökutækis og búnaður í II. kafla III. viðauka kemur: 31. desember 2008.


9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á undirkafla með fyrirsögninni Ökukennslumerki, auglýsingar o.fl. í II. kafla III. viðauka:

a. Í stað orðsins "Umferðarráð" kemur: Umferðarstofa.
b. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.


10. gr.

Á undan 1. mgr. í undirkafla með fyrirsögninni Sjálfskipting í II. kafla III. viðauka kemur ný málsgrein er orðast svo:
"Ökutæki með sjálfskiptingu" merkir ökutæki þar sem einungis er hægt að breyta gírhlutfalli milli hreyfils og hjóla með eldsneytisgjöf eða hemlum.


11. gr.

4. mgr. í B. flokki B, III. kafla í III. viðauka orðast svo:
Ef bifreiðin er búin hallahemli skal hann vera aftengjanlegur.


12. gr.
C. flokkur C,

III. kafla í III. viðauka orðast svo:
Vörubifreið a.m.k. 8,0 m að lengd, a.m.k. 2,4 m á breidd, a.m.k. 12.000 kg að leyfðri heildarþyngd og gerð fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða. Eigin þyngd vörubifreiðarinnar skal vera a.m.k. 10.000 kg.

Farmrýmið skal vera lokaður kassi sem er að minnsta kosti jafnbreiður og jafnhár og stýrishúsið.

Bifreiðin skal búin baksýnisspeglum fyrir ökukennara, í flokki II skv. reglugerð um gerð og búnað ökutækja, á báðum hliðum. Baksýn án úti baksýnisspegla skal ekki vera möguleg fyrir ökumann.

Bifreiðin skal búin læsivörðum hemlum, gírkassa með átta gírum áfram hið minnsta og ökurita samkvæmt reglugerð EBE nr. 3821/85.

Um aðrar sérkröfur gildir hið sama og fyrir flokk B.

Við verklega prófið skal bifreið vera með a.m.k. 50% af leyfðum farmþunga.


13. gr.
D. flokkur D

, III. kafla í III. viðauka orðast svo:
Hópbifreið a.m.k. 10 m að lengd og skráð fyrir a.m.k. 40 farþega. Bil milli ása skal vera a.m.k. 5,5 m og bifreiðin gerð fyrir a.m.k. 90 km/klst. hraða.

Hópbifreiðin skal búin læsivörðum hemlum og ökurita samkvæmt reglugerð (EBE) nr. 3821/85.

Bifreiðin skal búin baksýnisspeglum fyrir ökukennara, í flokki II skv. reglugerð um gerð og búnað ökutækja, á báðum hliðum.

Um aðrar sérkröfur gildir hið sama og fyrir flokk B.


14. gr.
E. flokkur E

, III. kafla í III. viðauka orðast svo:
- Flokkur BE:
Fólksbifreið í flokki B með tengdan eftirvagn/tengitæki að heildarþyngd a.m.k. 1.250 kg. Heildarþyngd samtengdu ökutækjanna skal vera meiri en 3.500 kg eða heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins a.m.k. 200 kg meiri en eigin þyngd bifreiðarinnar.

Ökutækin skulu gerð fyrir a.m.k. 100 km/klst. hraða.

Farmrými eftirvagnsins/tengitækisins skal vera lokaður kassi sem er að minnsta kosti jafnbreiður og jafnhár og vélknúna ökutækið. Lokaði kassin má einnig vera lítið eitt mjórri en vélknúna ökutækið að því tilskildu að baksýn fáist eingöngu með úti baksýnisspeglum á vélknúna ökutækinu

- Flokkur CE:
Bifreiðin skal uppfylla allar kröfur til prófökutækja í flokki C aðrar en kröfur um lengd og farmrými. Festi- eða tengivang sem er a.m.k. 7,5 m að lengd skal notaður. Samtengdu ökutækin skulu vera a.m.k. 14 m að lengd, a.m.k. 2,4 m á breidd, a.m.k. 20.000 kg að leyfðri heildarþyngd og skulu gerð fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða.

Samanlögð eiginþyngd vagnlestarinnar skal vera að minnsta kosti 15.000 kg.

Farmrými eftirvagnsins skal vera lokaður kassi sem er að minnsta kosti jafnbreiður og jafnhár og stýrishúsið

Baksýn án úti baksýnisspegla skal ekki vera möguleg fyrir ökumann.

Við verklega prófið skulu ökutækin vera með a.m.k. 50% af leyfðum farmþunga.

- Flokkur DE:
Prófökutæki í flokki D með tengdan eftirvagn sem er a.m.k. 3.000 kg að leyfðri heildarþyngd og a.m.k. 2,4 m á breidd. Samtengdu ökutækin skulu gerð fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða.

Farmrými eftirvagnsins skal vera lokaður kassi sem er að minnsta kosti tveggja metra breiður og tveggja metra hár.

Baksýn án úti baksýnisspegla skal ekki vera möguleg fyrir ökumann.

Við verklega prófið skal eftirvagninn vera með a.m.k. 50% af leyfðum farmþunga.


15. gr.

Á 1. mgr. í lið I með fyrirsögninni Ökutæki fyrir fatlaða, III. kafla í III. viðauka verða eftirfarandi breytingar:

a. Í stað orðsins "fatlaðan" kemur: hreyfihamlaðan og í stað orðsins "skráningarstofu" kemur orðið: Umferðarstofu.
b. Fyrirsögnin verður: I. Ökutæki fyrir hreyfihamlaða.


16. gr.

VII. viðauki orðast svo:

VII. VIÐAUKI
Ákvæði um viðbótarupplýsingar, skilyrði og takmarkanir er varða ökuskírteini.

1. Sameiginleg ákvæði.

Tákntölur í 2. og 3. tölulið tilgreina viðbótarupplýsingar, skilyrði og takmarkanir er varða handhafa ökuskírteinis og skulu færðar í dálk 12 á ökuskírteininu, að jafnaði aftan við þann réttindaflokk sem við á. Ef dálkurinn nægir ekki fyrir tákntölur skulu þær með tilvísun (*) færðar neðan við ökuréttindaflokkana og dálkana 9 - 11. Ef tákntala varðar alla réttindaflokka skal hún og færð neðan við ökuréttindaflokkana. Sama á við um tákntölur vegna stjórnsýslu.

Tákntölurnar eru annars vegar samræmdar tákntölur (1 - 99) sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins og hins vegar innlendar tákntölur (100 og hærra) sem einungis gilda innan viðkomandi lands.

Lögreglustjóri ákveður, eftir atvikum á grundvelli tilmæla eða meðmæla læknis eða prófdómara, hvaða tákntölur, fyrir undirflokk ef við á, skal nota við útgáfu ökuskírteinis.

Tákntölurnar eru annaðhvort notaðar einar sér eða ásamt tákntölu fyrir undirflokk. Dómsmálaráðuneytið getur sett nánari leiðbeiningar um notkun tákntalna og undirflokka.

Tákntölurnar 72 - 79 skal nota við skipti á ökuskírteinum sem gefin hafa verið út í ríkjum sem eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, að því leyti sem hlutaðeigandi ökuskírteini er með undirflokk ökutækja í samræmi við tilskipun EB um ökuskírteini. Tákntölurnar 74 - 77 skulu með sama hætti notaðar við útgáfu nýs ökuskírteinis í stað eldra ökuskírteinis.

2. Tákntölur sem gilda fyrir Evrópska efnahagssvæðið.

ÖKUMAÐUR (læknisfræðilegar ástæður)


01. Leiðrétting sjónar og/eða vörn
01.01 Gleraugu
01.02 Snertilinsa (snertilinsur)
01.03 Hlífðargleraugu
01.04 Ógegnsæ linsa
01.05 Augnhlíf
01.06 Gleraugu eða snertilinsur
02. Heyrnartæki/samskiptastoð
02.01 Heyrnartæki við annað eyra
02.02 Heyrnartæki við bæði eyru
03. Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir fætur og hendur/handleggi
03.01 Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir hönd-handlegg/hendur-handleggi
03.02 Gervilimur eða gervilimir/stoðtæki fyrir fót/fætur
05. Takmarkaður akstur (af læknisfræðilegum ástæðum)
05.01 Takmarkað við akstur í dagsbirtu (t.d. frá einni klukkustundu eftir sólarupprás og þar til ein klukkustund er til sólseturs)
05.02 Takmarkað við akstur innan ….. km radíus frá heimili skírteinishafa eða eingöngu innan bæjar/svæðis ….
05.03 Takmarkað við akstur án farþega
05.04 Takmarkað við akstur sem er ekki hraðari en ... km/klst.
05.05 Akstur aðeins heimill þegar farþegi, sem er handhafi ökuskírteinis, er með í för
05.06 Takmarkað við akstur án eftirvagns/tengitækis
05.07 Akstur óheimill á hraðbrautum
05.08 Ekkert áfengi
 
Aðlögun ökutækis
10. Aðlagaður gírkassi
10.01 Beinskipting
10.02 Sjálfskipting
10.03 Rafstýrð skipting
10.04 Aðlöguð gírstöng
10.05 Takmörkun á fjölda gíra
15. Aðlagaður tengslisbúnaður
15.01 Aðlagaður tengslisfetill
15.02 Beinstýrt tengsli
15.03 Sjálfvirkt tengsli
15.04 Hlíf framan við tengslisfetil eða tengslisfetill sem leggja má saman eða fjarlægja
20. Aðlagaður hemlabúnaður
20.01 Aðlagaður hemlafetill
20.02 Stækkaður hemlafetill
20.03 Hemlafetill fyrir vinstri fót
20.04 Hemlafetill við il
20.05 Skásettur hemlafetill
20.06 Beinstýrður aksturshemill
20.07 Aukin virkni aksturshemils - hámarks styrking aksturshemils
20.08 Aukin virkni neyðarhemils - neyðarhemill sambyggður aksturshemli
20.09 Aðlagaður stöðuhemill
20.10 Rafknúinn stöðuhemill
20.11 Fótstiginn stöðuhemill
20.12 Hlíf fram við hemlafetil eða hemlafetill sem leggja má saman eða fjarlægja
20.13 Hemill sem stjórnað er með hnénu
20.14 Rafknúinn aksturshemill
25. Aðlagaður búnaður fyrir eldsneytisgjöf
25.01 Aðlagaður eldsneytisfetill
25.02 Eldsneytisfetill við il
25.03 Skásettur eldsneytisfetill
25.04 Beinstýrð eldsneytisgjöf
25.05 Eldsneytisgjöf stýrt með hné
25.06 Eldsneytisgjöf með aflgjafa (t.d. rafmagni eða lofti)
25.07 Eldsneytisfetill vinstra megin við hemlafetil
25.08 Eldsneytisfetill vinstra megin
25.09 Hlíf framan við eldsneytisfetil eða eldsneytisfetill sem leggja má saman eða fjarlægja
30. Aðlagaður sambyggður hemlabúnaður og búnaður fyrir eldsneytisgjöf
30.01 Fetlar hlið við hlið
30.02 Fetlar í sömu eða nánast sömu hæð
30.03 Eldsneytisgjöf og hemill sem renna má til
30.04 Eldsneytisgjöf og hemill sem renna má til og með stoðtæki
30.05 Eldsneytisfetill og hemlafetill sem leggja má saman eða fjarlægja
30.06 Hækkað gólf
30.07 Hlíf við hlið hemlafetils
30.08 Hlíf fyrir gervilim við hlið hemlafetils
30.09 Hlíf framan við eldsneytis- og hemlafetil
30.10 Stuðningur við hæl og/eða fót
30.11 Rafstýrð eldsneytisgjöf og hemill
35. Aðlagað skipulag stjórntækja
(rofar fyrir ljósabúnað, rúðuþurrkur/-sprautur, flauta, stefnuljós o.s.frv.)
35.01 Beita má stjórntækjum án þess að það skerði öryggi við stjórnun og meðferð ökutækisins
35.02 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.)
35.03 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki vinstri handar á stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.)
35.04 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi taki hægri handar á stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.)
35.05 Beita má stjórntækjum án þess að sleppa þurfi stýrishjóli eða hjálpartækjum (hnúð, gaffalgripi o.s.frv.) og sambyggðum búnaði fyrir eldsneytisgjöf og hemlun
40. Aðlagaður stýrisbúnaður
40.01 Venjulegt aflstýri
40.02 Aflstýri með auknu afli
40.03 Stýri með varabúnaði
40.04 Lengd stýrisstöng
40.05 Aðlagað stýrishjól (stærra og/eða með þykkara gripi, með minna þvermáli o.s.frv.)
40.06 Skásett stýrishjól
40.07 Lóðrétt stýrishjól
40.08 Lárétt stýrishjól
40.09 Akstri stýrt með fótum
40.10 Annars konar aðlögun stýrisbúnaðar (stýrispinni o.s.frv.)
40.11 Hnúður á stýrishjóli
40.12 Handspelka á stýrishjóli
40.13 Með sinaspelku (orthes tenodes)
42. Aðlagaður (-ir) baksýnisspegill/-speglar
42.01 Úti-baksýnisspegill á (vinstri eða) hægri hlið
42.02 Úti-baksýnisspegill á frambretti
42.03 Auka inni-baksýnisspegill fyrir ökumann til að fylgjast með umferðinni
42.04 Gleiðhorns-inni-baksýnisspegill
42.05 Baksýnisspegill sem gerir ökumanni kleift að fylgjast með blinda svæðinu
42.06 Rafstýrður úti-baksýnisspegill eða -speglar
43. Aðlagað ökumannssæti
43.01 Ökumannssæti komið fyrir í hæð sem veitir ökumanni góða útsýn og er í eðlilegri fjarlægð frá stýrishjóli og fetlum
43.02 Ökumannssæti aðlagað lögun líkama ökumanns
43.03 Ökumannssæti með stoð til beggja hliða til að auka stöðugleika
43.04 Ökumannssæti með armhvílu
43.05 Ökumannssæti komið fyrir á lengdri rennibraut
43.06 Aðlagað öryggisbelti
43.07 Öryggisbelti af H-gerð
44. Aðlögun bifhjóls
44.01 Báðum hemlum beitt með einu stjórntæki
44.02 Handstýrður (aðlagaður) hemill fyrir framhjól
44.03 Fótstýrður (aðlagaður) hemill fyrir afturhjól
44.04 (Aðlagað) handfang fyrir eldsneytisgjöf
44.05 (Aðlöguð) beinstýrð gírskipting og beinstýrt tengsli
44.06 (Aðlagaður) baksýnisspegill eða -speglar
44.07 (Aðlöguð) stjórntæki (stefnuljós, hemlaljós, …)
44.08 Ökumannssæti er ekki hærra en svo að ökumaður nær samtímis með báðum fótum til jarðar þegar hann situr
 
45. Einungis bifhjól með hliðarvagni
 
50. Takmarkað við ökutæki/verksmiðjunúmer (verksmiðjunúmer ökutækisins)
 
51. Takmarkað við tiltekið ökutæki/skráningarmerki (skráningarnúmer ökutækisins)
 
Stjórnsýsla
70 Skipt á erlendu ökuskírteini nr. ..... sem var gefið út af ..... (einkennisstafir ESB/SÞ fyrir þriðju lönd, t.d. 70. 0123456789.NL)
 
71 Samrit ökuskírteinis nr. ....... (einkennisstafir ESB/SÞ fyrir þriðju lönd t.d. 71.987654321.HR)
 
72 Takmarkað við ökutæki í flokki A með aflvél ekki yfir 125 rúmsentimetrar og vélarafl sem fer ekki yfir 11 kW (A1)
 
73 Takmarkað við þrí- og fjórhjóla ökutæki í flokki B (B1)
 
74 Takmarkað við ökutæki í flokki C með leyfðri heildarþyngd 7.500 kg eða minna (C1)
 
75 Takmarkað við ökutæki í flokki D með sæti fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns (D1)
 
76 Takmarkað við ökutæki í flokki C með leyfðri heildarþyngd 7.500 kg eða minna (C1) með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 12.000 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins (C1E)
 
77 Takmarkað við ökutæki í flokki D með sæti fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns (D1) með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé:
a. leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 12.000 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins og
b. eftirvagninn/tengitækið ekki notað til fólksflutninga
(D1E)
 
78 Takmarkað við ökutæki með sjálfskiptingu
(Tilskipun 91/439/EBE með síðari breytingum, 2. mgr. í lið 8.1.1 í II. viðauka)
 
79 Takmarkað við ökutæki sem skilgreint er í sviga í samræmi við ákvæði 1. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar.

90.01: til vinstri
90.02: til hægri
90.03: vinstri
90.04: hægri
90.05: fyrir hönd
90.06: fyrir fót
90.07: má nota

3. Innlendar tákntölur.

Tákntölur í þessum lið skulu jafnan færðar í dálk 12 neðan við ökuréttindaflokkana. Aftan við tákntölurnar skal innan sviga tilgreina lokadag réttindanna. Þessar tákntölur hafa einungis gildi hér á landi.

400 Skírteinishafi hefur ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk B
425 Skírteinishafi hefur ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokk D (eftir atvikum D1)
450 Skírteinishafi hefur ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir flokkana B og D (eftir atvikum D1)
500 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokksins B.
525 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna A og B.
530 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna B, C og E (Ökukennararéttinda til réttindaflokks B aflað fyrir 2000)
540 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna A, B, C og E (Ökukennararéttinda til réttindaflokks B aflað fyrir 2000)
550 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna B, C, D og E.
575 Skírteinishafi er löggiltur ökukennari vegna réttindaflokkanna A, B, C, D og E.


16. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 50., 52., 56., 57. og 60. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987 með áorðnum breytingum, og til innleiðingar á tilskipun 2000/56/EB, sbr. tilskipun 91/439/EBE, sem vísað er til í 24a lið XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2001 og öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 20. nóvember 2003.

Björn Bjarnason.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica