REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem
notaðar eru til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra,
nr. 121/1990, ásamt síðari breytingum.
1. gr.
20. tl. 7. gr. orðist svo:
Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Vémundar, sem er Berunes-, Búða-, Fáskrúðsfjarðar-, Breiðdals- og Stöðvarhreppur, allir í Suður-Múlasýslu. Hámarkstala er 12 vörubifreiðar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um leigubifreiðar, nr. 77/1989, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 5. mars 1991.
Steingrímur J. Sigfússon.
Elín Helgadóttir.