Heimildir til fiskveiða og fiskvinnslu o.fl.

402/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 132/2006 um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 6. gr. orðist svo:

Veiðileyfi hvers báts skal gefið út til 50 samfelldra daga innan veiðitímabilsins 10. mars - 20. júlí, sbr. þó ákvæði 2. málsliðar. Á Breiðafirði innan línu, sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar í Lambanes vestan Vatnsfjarðar er veiðitímabil frá og með 20. maí til og með 9. ágúst og er óheimilt að stunda grásleppuveiðar á því svæði utan þess tímabils.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. maí 2006.

Einar K. Guðfinnsson.

Árni Múli Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica