Félagsmálaráðuneyti

157/1974

Reglugerð um holræsi í Nesjahreppi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsi í Nesjahreppi.

1. gr.

            Hreppsnefnd Nesjahrepps tekur ákvörðun um lagningu holræsa, aðalæða og götuæða og byggingu nauðsynlegra hreinsivirkja fyrir skólp.

 

2. gr.

            Hreppsnefnd Nesjahrepps hefur æðsta vald f málefnum, sem varða holræsakerfi hreppsins. Heimilt er hreppsnefndinni að fela sérstökum umsjónarmanni yfirstjórn holræsakerfisins.

 

3. gr.

            Þegar holræsi hefur verið lagt í veg, götu eða annað opið svæði eða þar, sem hreppurinn hefur tekið að sér viðhald og endurnýjun holræsa, er þeim húseigend­um, er þar eiga húseignir að eða i námunda við og til holræsa Beta náð, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsinu, er flytji allt skólp frá því út f aðalræsið. A sama hátt skal farið með regnvatn frá húsum og lóðum. Skal því veitt f aðalræsi, nema þar sem hreppurinn hefur látið leggja sérstakar regnvatnslagnir, þar skal því veitt í þær.

 

4. gr.

            Húseigandi, sem óskar að tengja hús sitt við holræsakerfi hreppsins eða að gera breytingar eða viðbætur við ræsi, sem áður hefur verið tengt við það, skal með næg­um fyrirvara fá til þess leyfi hjá hreppsnefndinni eða þeim umsjónarmanni, sem málið fellur undir. Umsóknir skulu skrifaðar á eyðublöð, sem hreppurinn lætur í té, og skulu þær undirritaðar af eiganda hússins eða fullgildum umboðsmanni hans, ásamt pípulagningameistara þeim, sem verkið á að annast. Með umsókninni fylgi upp­dráttur af holræsakerfi hússins í tvíriti. Uppdráttur þessi skal gerður af manni með tækniþekkingu á sviði holræsalagna, sem til þess hefur hlotið löggildingu hrepps­nefndar. Sá, sem uppdrátt gerir, ber ábyrgð á, að hann sé í samræmi við reglugerð þessa og brjóti ekki í bága við byggingarsamþykkt eða aðrar samþykktir um þessi mál, sem í gildi eru í Nesjahreppi.

 

5. gr.

            Uppdrættir skulu gerðir á haldgóðan, óstökkan pappír og þannig frá þeim gengið, að myndir og áletrun máist ekki við geymslu. Stærð þeirra skal vera 42.0 X 59.4 X 84.0 cm.

            Standi sérstaklega á, getur fulltrúi hreppsnefndar, sem málið fellur undir, leyft að gera uppdrættina á stærri blöð í DIN broti. Nota skal mælikvarða 1:100 og 1:50, en 1:10 og 1:20, ef sýna þarf smáatriði. Uppdrættir skulu sýna allar lagnir utan húss sem innan, óæði í grunnmynd og rúmmynd. Þá skal einnig gera afstöðu­mynd, sem sýni málsetta legu heimæðar frá húsvegg að tengistað við skólpveituæð. Á uppdráttum skal sýna gerð og vídd allra pípna í holræsakerfi húss og enn fremur alla vatnslása, niðurföll, hreinsiloka og brunna, sem kerfinu tilheyra. Hæðartölur, sem sýndar eru á uppdráttum, skulu miðaðar við hæðarmerkjakerfi Nesjahrepps. Nota skal tákn í samræmi við íslenska staðla. Ef uppdrættir eru ekki til af gömlum frá­rennslislögnum, sem breyta á, getur byggingarfulltrúi krafist þess, að þeir séu gerðir, og ber húseigandi allan kostnað af því. Þegar uppdráttur hefur verið samþykktur af fulltrúa hreppsnefndar, sem málið fellur undir, skal hann árita uppdráttinn í tvíriti og skal annað eintak hans síðan geymt í skjalasafni hreppsins.

 

6. gr.

            Pípulagningameistarar, löggiltir af hreppsnefndinni, hafa einir rétt til þess að annast holræsalagnir og gildir það um nýlagnir jafnt sem viðbætur við eða breyting­ar á eldri lögnum. Þeir berg ábyrgð á, að altar lagnir séu í samræmi við samþykkt þessa, nánari fyrirmæli, sem kunna að verða sett og samþykktan uppdrátt. Ef pípu­lagningameistari brýtur í bága við fyrirmæli samþykkta þessara eða reglna, settra samkvæmt þeim, eða brot er framið af starfsmönnum, sem hann ber ábyrgð á, getur hreppsnefndin vein honum áminningu. Enn fremur má hún svipta hann lög­gildingu, ef um miklar sakir er að ræða eða ítrekað brot.

 

7. gr.

            Pípulagningameistari sá, sem verkið annast, staðfestir, áður en verkið hefst, með undirskrift sinni, að hann hafi tekið verkið að sér og sé ábyrgur fyrir því, að það sé unnið eftir settum reglum. Sé skipt um pípulagningameistara á meðan á verki stendur, ber að tilkynna það fulltrúa hreppsins, sem málið heyrir undir. Skal pípulagninga­meistari sá, sem við tekur, gefa yfirlýsingu um, hversu miklum hluta verksins sé þegar lokið, og er honum eigi heimilt að halda verkinu áfram, fyrr en hann hefur með undirskrift sinni tekið ábyrgð á verkinu.

 

8. gr.

            Uppdráttur áritaður af fulltrúa hreppsins skal ávallt vera á vinnustað. Með árit­uninni tekur hreppurinn enga ábyrgð á því, að hægt sé að framkvæma verkið vegna leiðslna eða annars, sem kann að vera því til fyrirstöðu.

 

9. gr.

            Byggingarfulltrúi skal hafa eftirlit með því, að nýlagnir séu í samræmi við sam­þykktan uppdrátt og samþykkt þessa. Engar holræsalagnir má hylja, fyrr en þær hafa verið teknar út af byggingarfulltrúa. Álíti byggingarfulltrúi, að verk sé eigi framkvæmt samkvæmt ákvæðum þessarar samþykktar eða öðrum reglum, sem settar kunna að vera um slík verk, getur hann stöðvað verkið, þar til bætt hefur verið úr því, sem áfátt kann að vera.


 

10. gr.

            Allt efni, sem notað er til holræsagerðar, skal standast kröfur byggingarsam­þykktar, en auk þess getur byggingarnefnd sett reglur um holræsaefni, t. d. ef um nýjungar á því sviði er að ræða.

            Byggingarfulltrúi getur gert kröfur um sérstaka hreinsibrunna á holræsakerfi hús­eiganda, þar sem ástæða þykir til.

 

11. gr.

            Eigi er heimilt að láta renna f holræsakerfið sýrur, sterkan 1út, olíur, kvikasilfur eða önnur efni, sem valdið Beta skemmdum á holræsakerfinu eða varanlegri mengun. Á þeim stöðum, sem slík hætta er fyrir hendi, skal koma fyrir síum, gildrum eða öðru, sem hindrar það, að þessi efni komist út í holræsakerfi hreppsins. Húseigandi er ábyrgur fyrir vanrækslu hér á og hugsanlegu tjóni, sem af slíkri vanrækslu kann að leiða.

 

12. gr.

            Skylt er mönnum að hlíta því, að holræsalagnir séu lagðar um eignarland þeirra eða umráðasvæði og fram fari á þeim nauðsynlegt viðhald. Um bætur fyrir slíkt fer samkvæmt vatnalögum.

 

13. gr.

            Kostnaður við aðalholræsakerfi hreppsins greiðist úr sveitarsjóði, en til að vega upp á móti þeim kostnaði skal innheimta stofngjöld og holræsagjöld af húseigendum samkv. 14. og 15, gr.

 

14. gr.

            Áður en tenging heimæðar fer fram sbr. 4. grein, skal húseigandi greiða stofn­gjald. Gjaldið miðast við rúmmál viðkomandi húss, og er kr. 10.00 á hvern rúm­metra húss miðað við byggingarvísitölu 913 stig. Heimilt er hreppsnefnd að hækka það eða lækka í samræmi við breytingar á byggingarvísitölunni um allt að 50%, án staðfestingar ráðuneytisins.

 

15. gr.

            Innheimta skal holræsagjald af öllum húsum í lögsagnarumdæmi Nesjahrepps, sem standa við götu eða opin svæði, þar sem holræsi hefur verið lagt í.

            Holræsagjald skal reiknast um 1‰ einn af þúsundi af heildarfasteignamati hverrar fasteignar, þ. e. a. s. mat mannvirkja að viðbættu kosti lóðar. Holræsagjald skal þó eigi vera lægra en kr. 500.04 af hverri íbúð á ári.

            Undanþága frá gjaldskyldu hins almenna fasteignaskatts skapar ekki undan­þágu frá greiðslu holræsagjalds.

            Nú er fasteign, sem greiða ber af holræsagjald, eigi virt fasteignamatsvirðingu, og ákveður þá hreppsnefnd gjaldið. Við ákvörðun holræsagjalds samkvæmt þess­ari málsgrein skal höfð hliðsjón af því, hvert líklegt fasteignamat myndi verða á eigninni fullfrágenginni.

            Greiða skal holræsagjald af húsum og öðrum mannvirkjum, sem eru í byggingu og því eigi virt til fasteignamats, eftir ákvörðun hreppsnefndar.

            Gjalddagi holræsagjalds er hinn sami og gjalddagi fasteignaskatts.

 

16. gr.

            Holræsagjald af fasteign má taka lögtaki og má gera lögtak f hinu skattskylda húsi án tillits til eigendaskipta. Nýtur holræsagjaldið lögveðsréttar í húseigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

 

17. gr.

            Ákvæði þessarar reglugerðar ná til aura holræsa, sem hreppurinn hefur látið gera, enda annist hann viðhald og endurnýjun þeirra, annarra en ræsa, sem eru hluti af frárennslislögn fasteignar og innan lóðarmarka hennar. Húseigendum er skylt að annast viðhald og endurnýjun ræsa frá húsum sínum að aðalræsi. Dragi húseigandi aftur á móti á langinn nauðsynlegt viðhald, getur hreppurinn ráðist f þær fram­kvæmdir á kostnað húseiganda.

 

18. gr.

            Hreppsnefnd getur sett nánari reglur um framkvæmd þeirra mála, sem reglu­gerð þessi fjallar um. Jafnframt getur hún vent undanþágur frá reglugerðinni, ef hún telur gildar ástæður til þess.

 

19. gr.

            Ef hreppsnefnd þykir ástæða til, getur hún heimilað öðrum en pípulagninga­meisturum að annast vatnslagnir samkvæmt reglugerð þessari, enda fullnægi þeir þeim skilyrðum, er sett verða hverju sinni og taka á sig fulla ábyrgð á framkvæmd verksins samkvæmt reglugerð þessari.

 

20. gr.

            Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum allt að kr. 100 000.00, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

 

            Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Nesjahrepps, stað­festist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 frá 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 19. apríl 1974.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg

Guðmundur Karl Jónsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica