Fjármálaráðuneyti

430/2008

Reglugerð um gildistöku tilskipunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gagnsæi fjármálatengsla milli aðildarríkjanna og opinberra fyrirtækja, svo og gagnsæi í fjármálum tiltekinna fyrirtækja.

1. gr.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/111/EB, frá 16. nóvember 2006, um gagnsæi fjármálatengsla milli aðildarríkjanna og opinberra fyrirtækja, svo og gagnsæi í fjármálum tiltekinna fyrirtækja, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 33/2007, sem birt var 9. ágúst 2007 í EES-viðbæti Stjórnartíðinda ESB nr. 38/2007, skal öðlast gildi hér á landi.

Tilskipunin, eins og hún hefur verið aðlöguð að EES-samningnum, er birt sem viðauki við reglugerð þessa.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 51. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, með síðari breytingum, tekur þegar gildi og kemur í stað reglugerðar nr. 214/2006, um aðskilið bókhald hjá fyrirtækjum sem veitt eru sérstök réttindi eða einkaréttur, eða falið er að veita þjónustu er hefur almenna efnahagslega þýðingu, skv. 59. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, og stunda einnig aðra starfsemi.

Fjármálaráðuneytinu, 18. apríl 2008.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Ingvi Már Pálsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica