Brottfallnar

265/1978

Reglugerð um Ferðamálasjóð - Brottfallin

1. gr.

Ferðamálasjóður er stofnaður samkvæmt 23.gr. laga um skipulag ferðamála nr 60 31.maí 1976, og aflað tekna samkvæmt 25.gr. sömu laga.

 

2. gr.

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að byggingu gisti- og veitingahúsa í landinu, með lánum eða óafturkræfum framlögum svo og að bæta á annan hátt með

lánveitingum skilyrði til móttöku og aðbúnaðar fyrir ferðamenn.

 

3. gr.

Umsóknir um lán og framlög úr Ferðamálasjóði skulu senda Ferðamálaráði Íslands, sem fjallar um þær á fundi og vísar þeim til stjórnarnefndar, sbr. næstu mgr., ef áastæða þykir til.

Sérstök þriggja manna stjórnarnefnd, sem kosin er a Ferðamálaráði og til sama tíma og ráðið, fjallar um umsóknirnar og gerir tillögur um einstaka lánveitingar og framlög til Ferðamálaráðs, sem afgreiðið þær á fundi.

Allar ákvarðanir Ferðamálaráðs um ráðstöfun fjár úr Ferðamálasjóði skulu lagðar fyrir samgönguráðherra til staðfestingar.

 

4. gr.

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um, hvernig verja eigi lánsfénu, efnahags- og rekstarreikningar síðasta árs, ef um eldra fyrirtæki er að ræða,

uppdrættir af byggingum og lýsing á búnaði og fyrirkomulagi.

Við athugun á teikningum, búnaði og fyrirkomulagi skal þess gætt, að í samræmi sé við lög og reglugerðir um veitingasölu og gistiaðhald, svo og lög

um heilbrigðis- og hollustuhætti.

 

5. gr.

Búnaðarbanki Íslands annast vörslu Ferðamálasjóðs, bókhald, innheimtu og útborganir, svo og mat á þeim tryggingum, sem settar eru fyrir lánum úr sjóðnum.

Samið skal um sérstaka þóknun til bankans til að standa undir kostnaði við rekstur og umsjón sjóðsins.

 

6. gr.

Ekkert lán má vera hærra en sem nemur 1/3 hluta þess fjár, sem sjóðurinn getur haft til útlána á árinu, að lánsfé meðtöldu. Eigi má lána meira til eins verks en

sem nemur 2/3 hlutum af áætluðu kostnaðarverði.

Rekstrarlán er óheimilt að veita úr Ferðamálasjóði.

 

7. gr.

Lán eru ekki framseljanleg nema með leyfi Ferðamálaráðs. Verði rekstri þeim hætt, sem skapað hefur rétt til láns, hefur Ferðamálaráð heimild til þess að

krefjast greiðslu á eftirstöðvum lánsins.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um skipulag ferðamála, nr. 60 31. maí 1976, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur niður reglugerð um Ferðamálasjóð nr. 272 31. desember 1964.

 

Samgönguráðuneytið, 24. júlí 1978.

 

Halldór E. Sigurðsson.

Ólafur S. Valdimarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica