288/2003
Reglugerð um hunang.
I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um hunang sem fellur undir skilgreiningu 2. gr. Hún gildir þó ekki um hunang sem ætlað er til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins.
2. gr.
Skilgreiningar.
Hunang
er náttúrulegt sætuefni sem býflugur, Apis mellifera, framleiða úr blómasafa, úr seyti lifandi hluta planta eða seyti sem skordýr, sem sjúga plöntur, skilja eftir á þeim og sem býflugurnar safna, umbreyta, binda sérstökum efnum, geyma, þurrka og láta þroskast í vaxkökum. Hunang skal uppfylla kröfur sem settar eru fram í viðauka I.
Blómahunang er hunang sem unnið er úr blómasafa.
Daggarhunang er hunang sem er aðallega unnið úr seyti sem skordýr, sem sjúga plöntur, skilja eftir á lifandi hlutum þeirra eða seyti lifandi hluta plantna.
Vaxkökuhunang er hunang sem býflugur safna í hólf nýbyggðra lirfulausra vaxkakna eða í fíngerðar tilbúnar vaxkökur úr hreinu bývaxi og sem selt er í lokuðum vaxkökum, heilum eða í hlutum.
Vaxbitahunang er hunang sem í er einn eða fleiri hlutar af vaxköku.
Hunang sem er fengið með dreypni er unnið með því að láta drjúpa úr opnum lirfulausum vaxkökum.
Hunang sem er fengið með skiljun er hunang sem skilið er frá opnum lirfulausum vaxkökum í skilvindu.
Pressað hunang er hunang sem er unnið með því að pressa lirfulausar vaxkökur við vægan (<45°C) eða engan hita.
Síað hunang er hunang sem er unnið með því að sía frá ólífræn eða lífræn aðskotaefni og frjókornin þannig að mestu fjarlægð.
Bökunarhunang er hunang sem má nota í iðnaði eða sem hráefni í unnin matvæli en getur haft framandi bragð eða lykt, verið byrjað að gerjast eða hafa hlotið meðhöndlun við of hátt hitastig.
II. KAFLI
Samsetning og merkingar.
3. gr.
Samsetning.
Hunang er aðallega samsett úr sykrum, einkum frúktósa og glúkósa, og öðrum efnum svo sem lífrænum sýrum, lífhvötum og föstum ögnum sem fást við söfnun þess. Litur hunangs getur verið breytilegur, allt frá því að vera nánast litlaus í það að vera dökkbrúnn. Hunangið getur verið fljótandi, seigfljótandi eða að hluta til eða alveg kristallað. Bragð og lykt er breytilegt eftir plöntutegund.
4. gr.
Hreinleiki.
Ekki er heimilt að bæta efnum, þ.m.t. aukefnum, í hunang eða breyta samsetningu þess með öðrum hætti. Hunang skal að því marki sem frekast er unnt vera laust við lífræn eða ólífræn aðskotaefni sem tilheyra ekki samsetningu þess og að öðru leyti í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum.
5. gr.
Kröfur um gæði.
Hunang, annað en bökunarhunang, má ekki hafa framandi bragð eða lykt, vera byrjað að gerjast eða freyða, eða sýrustig þess hafa tekið óeðlilegum breytingum. Óheimilt er að hita hunang að því marki að náttúrulegir lífhvatar séu eyðilagðir eða gerðir óvirkir, sbr. viðauka I.
6. gr.
Vöruheiti og merkingar.
Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla, skal heitið "hunang" eða eitt þeirra heita sem talin eru upp í 2. gr. koma fram á umbúðum vörunnar.
Ef um bökunarhunang er að ræða skal það merkt sem slíkt. Jafnframt skal koma fram að það sé einungis ætlað til matreiðslu. Þegar bökunarhunang er notað sem innihaldsefni í samsett matvæli má nota heitið "hunang" í vöruheiti samsettu matvælanna. Í innihaldslýsingu skal þó nota heitið bökunarhunang.
Að bökunarhunangi, vaxkökuhunangi eða síuðu hunangi undanskyldu er heimilt að eftirfarandi komi fram á umbúðum:
- |
upplýsingar um blóma- eða jurtauppruna, að því tilskildu að afurðin sé nánast eingöngu af þeim uppruna sem getið er um og hafi eiginleika slíks hunangs, svo sem smásæja- og eðlisefnafræðilega eiginleika og lykt og bragð; |
- |
upplýsingar um landfræðilegan uppruna ef unnt er að staðfesta að varan sé að öllu leyti upprunnin frá tilteknu svæði; |
- |
sérstakir eiginleikar eða gæði sem gera hunangið frábrugðið öðru hunangi. |
Á umbúðamerkingum skal upprunaland hunangs koma fram. Ef um er að ræða blöndu af hunangi frá mismunandi löndum má það koma fram á eftirfarandi hátt:
"blanda af hunangi frá aðildarríkjum EB";
"blanda af hunangi frá ríkjum utan EB",
"blanda af hunangi frá aðildarríkjum EB og löndum utan EB".
Þegar um er að ræða síað hunang og bökunarhunang skal tilgreina fullt vöruheiti á búlkaílátum (tunnum), umbúðum og í viðskiptaskjölum.
III. KAFLI
Ýmis ákvæði.
7. gr.
Ábyrgð framleiðenda.
Innlendur framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að þær vörur sem um getur í 2. gr. séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.
8. gr.
Eftirlit.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.
9. gr.
Þvingunarúrræði.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
10. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum sbr. og laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón að ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í 9. tölulið, XII kafla, II viðauka (tilskipun 2001/110/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi hunang).
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 391/1995 um hunang.
Ákvæði til bráðabirgða.
Vegna þeirra vörutegunda sem eru hér á markaði við gildistöku þessarar reglugerðar og ekki eru í samræmi við ákvæði hennar er veittur frestur til 1. ágúst 2004 til að koma á nauðsynlegum breytingum. Markaðssetning vara, sem samræmast ekki þessari reglugerð en eru merktar fyrir 1. ágúst 2004, er heimil uns birgðir eru þrotnar.
Umhverfisráðuneytinu, 14. apríl 2003.
F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
VIÐAUKI I
Kröfur um samsetningu hunangs.
Þegar hunang er markaðssett sem slíkt eða notað í einhverja aðra vöru sem er ætluð til manneldis, skal það uppfylla eftirfarandi skilyrði um samsetningu:
1. Sykurinnihald.
1.1 |
Frúktósi og glúkósi (samanlagt) |
|
- |
blómahunang |
>= 60 g/100 g |
|
- |
daggarhunang og blöndur af daggarhunangi og blómahunangi |
>= 45 g/100 g |
|
- |
almennt |
<= 5 g/100 g |
|
- |
fuglatré (Robinia psudeoacacia), refasmári (Medicago sativa), Banksia menziesii, Hedysarum, ömbruviður (Eucalyptus camadulensis), Eucryphia lucisda, Eucrypia milliganii, Citrus spp. |
<= 10 g/100 g |
|
- |
lofnarblóm (Lavandula spp.), hjólkróna (Borago officinalis) |
<= 15 g/100 g |
2. Rakainnihald.
|
- |
almennt |
<= 20% |
|
- |
beitilyngshunang (Calluna) og bökunarhunang almennt |
<= 23% |
|
- |
bökunarhunang úr beitilyngi (Calluna) |
<= 25% |
3. Innihald fituleysanlegra efna.
|
- |
almennt |
<= 0,1 g/100 g |
|
- |
pressað hunang |
<= 0,5 g/100 g |
4. Leiðni.
|
- |
hunang, þar sem er ekki tilgreint hvort um hreint eða blandað er að ræða |
<= 0,8 mS/cm |
|
|
daggarhunang og kastaníuhnetuhunang, hreint eða blandað, nema þær hunangstegundir sem eru tilgreindar hér á eftir |
<= 0,8 mS/cm |
|
- |
undantekningar: jarðarberjatré (Arbutus unedo), bjöllulyng (Erica), ilmvíðir, lind (Tilia spp.), beitilyng (Calluna vulgaris), leptospermum eða Melaleuca spp. |
|
5. Óbundnar sýrur.
|
- |
almennt |
< 50 meqv af sýru í 1000 g |
|
- |
bökunarhunang |
< 80 meqv af sýru í 1000 g |
6. Virkni sterkjukljúfs og innihald hýdoxymetýlfúrfúrals (HMF) sem ákvarðað er eftir vinnslu og blöndun.
a) |
Virkni sterkjukljúfs (Schade-kvarði) |
|
- |
almennt, að undanskildu bökunarhunangi |
>= 8 |
|
- |
hunang með lágu náttúrulegu ensíminnihaldi (t.d. sítrushunang) og með HMF-innihaldi sem ekki er meira en 15 mg/kg |
>= 3 |
|
- |
almennt, að undanskildu bökunarhunangi |
< 40 mg/kg (með fyrirvara um ákvæði annars undirliðar a-liðar) |
|
- |
Hunang af yfirlýstum uppruna frá svæðum í hitabeltinu hreint eða blandað. |
< 80 mg/kg |
Reglugerð sem fellur brott: