Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1044/2016

Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/56 frá 19. janúar 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á rósmarínkjarna (E 392) í smyrjanlega fitu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2016 frá 3. júní 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, frá 18. ágúst 2016, bls. 408.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/263 frá 25. febrúar 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar fyrirsögn matvælaflokks 12.3 "Edik". Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2016 frá 3. júní 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, frá 18. ágúst 2016, bls. 411.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/324 frá 7. mars 2016 um breytingu og leiðréttingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun tiltekinna matvælaaukefna sem eru leyfð í öllum matvælaflokkum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 140/2016 frá 8. júlí 2016. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 52, frá 22. september 2016, bls. 145.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/441 frá 23. mars 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun stevíólglýkósíða (E 960) sem sætuefni í sinnep. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2016 frá 3. júní 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, frá 18. ágúst 2016, bls. 413.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/479 frá 1. apríl 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á stevíólglýkósíðum (E 960) sem sætuefni í tilteknar drykkjarvörur sem eru orkuskertar eða án viðbætts sykurs. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2016 frá 28. október 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 17. nóvember 2016, bls. 87.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/683 frá 2. maí 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á própíónsýru - própíónötum (E 280-283) í tortillur. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2016 frá 8. júlí 2016. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52, frá 22. september 2016, bls. 149.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/691 frá 4. maí 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun matvælaaukefna í æt kaseinöt. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 171/2016 frá 23. september 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 13. október 2016, bls. 908.

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. nóvember 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica