Prentað þann 29. mars 2025
1183/2007
Reglugerð um breytingu á reglugerð um hraðfryst matvæli, nr. 557/1993.
1. gr.
14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um eftirlit með hitastigi í flutningatækjum, geymslum og pakkhúsum fyrir hraðfryst matvæli gildir reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 37/2005 frá 12. janúar 2005 um eftirlit með hitastigi í flutningatækjum, geymslum og pakkhúsum fyrir hraðfryst matvæli. Reglugerðin var felld inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlega EES-nefndarinnar nr. 96 frá 8. júlí 2005 og birt í EES-viðbæti nr. 60 frá 24. nóvember 2005.
Þeir staðlar sem vísað er til í 2. mgr. 2. gr. framangreindrar reglugerðar EB hafa verið samþykktir sem íslenskir staðlar með númerin ÍST EN 12830:1999, ÍST EN 13485:2001 og ÍST EN 13486:2001.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995 samanber og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 28. nóvember 2007.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.