Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Umhverfisráðuneyti

848/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 587/1993, um bragðefni í matvælum. - Brottfallin

1. gr.

Bráðabirgðaákvæði verður svohljóðandi:


Ákvæði til bráðabirgða.

Framkvæmdastjórn EB hefur með ákvörðun nr. 1999/217/EB frá 23. febrúar 1999, með breytingum nr. 2000/489/EB og nr. 113/2002/EB, birt lista yfir bragðefni, sem notuð eru í matvælum. Jafnframt hefur verið sett af stað áætlun í samræmi við reglugerð nr. 846/2003 um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um bragðefni í matvælum. Að matsferlinu loknu munu íslensk stjórnvöld birta með lögformlegum hætti lista yfir bragðefni sem heimil eru til notkunar í matvælum.


2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 10. nóvember 2003.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.
Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica