Prentað þann 2. apríl 2025
552/1994
Reglugerð um gjald fyrir eftirgerð af hljóðupptökum af munnlegum skýrslum við meðferð einkamáls í héraði.
1. gr.
Fyrir eftirgerð af hljóðupptökum skv. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, með síðari breytingum skal greiða eftirfarandi gjald í ríkissjóð:
- Fyrir eftirgerð af hljóðupptöku, 90 mín................................................. 400 kr.
- Fyrir eftirgerð af hljóðupptöku, 60 mín................................................. 350 kr.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 19. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytið, 17. október 1994.
F. h. r.
Bragi Gunnarsson.
Margrét Gunnlaugsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.