Prentað þann 1. apríl 2025
526/2001
Reglugerð um bann við aðgerðum á hundum og köttum sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ástæðna.
1. gr.
Eftirtaldar aðgerðir á hundum og köttum sem ekki eru gerðar í læknisfræðilegum tilgangi heldur til að breyta útliti þeirra eða eiginleikum eru bannaðar:
- Eyrnastífing hunda.
- Skottstýfing hunda.
- Brottnám raddbanda hunda og katta.
- Brottnám á klóm katta.
- Brottnám á sporum hunda.
- Tannúrdráttur hjá hvolpum og kettlingum.
2. gr.
Reynist nauðsynlegt að gera aðgerðir á skotti hunds, í læknisfræðilegum tilgangi, skal aðeins fjarlægja þann hluta skottsins sem nauðsynlegt er til að bati náist.
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 3. mgr. 13. gr. laga nr. 15/1994, um dýravernd, öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 22. júní 2001.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigrún Ágústsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.