Prentað þann 8. mars 2025
495/2007
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
1. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.
2. gr.
1. gr. verður svohljóðandi: Reglugerð þessi gildir um gerð og notkun hættumats vegna ofanflóða og um nýtingu hættusvæða.
3. gr.
Við 2. gr. bætist ný orðskýring svohljóðandi: Staðbundið hættumat: Mat á staðaráhættu í einstökum húsum eða byggingarreitum utan þéttbýlis þar sem staðfest hættumat svæðis liggur ekki fyrir.
4. gr.
2. mgr. 6. gr. orðast svo: Veðurstofa Íslands annast ennfremur staðbundið hættumat og mat á snjóflóðahættu á skíðasvæðum, sbr. 14. gr.
5. gr.
7. gr. orðast svo: Kostnaður við gerð hættumats, þar með talinn kostnaður vegna hættumatsnefnda og hættumats á skíðasvæðum, er greiddur af Ofanflóðasjóði en kostnaður við staðbundið hættumat greiðist af framkvæmdaaðila.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:
a) | Á eftir orðunum "s.s. einstaka sveitabæi," í 3. málslið 2. mgr. komi: sem búið er á, | |
b) | Við 4. málsgrein bætist nýr málsliður: Staðbundið hættumat, skal setja fram sem mat á staðaráhættu fyrir viðkomandi hús eða byggingarreit. |
7. gr.
Við 9. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Ef staðaráhætta á hinu hættumetna svæði er minni en 1 af 10.000 skal gagnaöflun skv. töluliðum 1. - 5. í 1. mgr. og kynning fara fram eftir því sem hættumatsnefnd telur tilefni til að höfðu samráði við sveitarstjórn og ofanflóðanefnd.
Ef um staðbundið hættumat er að ræða skal gagnaöflun skv. töluliðum 1. - 5. í 1. mgr. fara fram eftir því sem Veðurstofa Íslands telur tilefni til.
8. gr.
Á eftir 16. gr. kemur ný grein og breytist töluröð annara greina í samræmi við það.
Hin nýja grein orðast svo:
(17. gr.)
Skipulagstillögur og leyfi.
Áður en sveitarstjórn gerir breytingu á deiliskipulagi eða aðalskipulagi, samþykkir nýtt skipulag eða veitir byggingarleyfi eða framkvæmdaleyfi samkvæmt gildandi deiliskipulagi á svæði þar sem ofanflóð eru hugsanleg, án þess að staðfest hættumat liggi fyrir, skal hún leita álits Skipulagsstofnunar á því hvort óska beri eftir staðbundnu hættumati hjá Veðurstofu Íslands. Mat Skipulagsstofnunar fer eftir eðli máls, m.a. því hvort hætta hafi þegar verið metin á einn eða annan hátt. Telji Skipulagsstofnun þörf á gerð staðbundins hættumats sendir hún beiðni um það til Veðurstofu Íslands.
9. gr.
Við 1. málsl. 21. gr. sem verður 22. gr. bætist eftirfarandi:
enda sé staðaráhætta að teknu tilliti til varnarvirkja minni en 1,0 af 10.000.
10. gr.
Í stað orðanna: "sé staðaráhætta fólks neðan þeirra sem næst ásættanlegri staðarháhættu skv. 11. gr. og aldrei meiri en 1,0 af 10.000" í 2. mgr. 22. gr., sem verður 2. mgr. 23. gr., komi: sé staðaráhætta neðan þeirra aldrei meiri en 3,0 af 10.000 í íbúðarbyggð.
11. gr.
24. gr. - 27. gr. reglugerðarinnar falla brott.
12. gr.
Ákvæði til bráðabirgða I orðast svo:
Bráðabirgðahættumat sem er í gildi við gildistöku reglugerðar þessarar skal halda gildi sínu þar til annað hættumat hefur verið gert.
13. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 49/1997 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 18. maí 2007.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.