Landbúnaðarráðuneyti

470/1999

Reglugerð um stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins. - Brottfallin

1. gr.

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins er deild í stofnverndarstjóði sem starfar samkvæmt 15. gr. búnaðarlaga nr. 70/l998. Fagráð í hrossarækt annast stjórn sjóðsins.

Sjóðurinn er í vörslu Bændasamtaka Íslands sem annast reikningshald sjóðsins og ávöxtun í samráði við fagráðið. Reikningar stofnverndarsjóðs skulu endurskoðaðir af ríkisendurskoðun.

2. gr.

Verkefni sjóðsins eru að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest.

Heimilt er að veita úr sjóðnum fé til þróunarverkefna í hrossarækt. Fagráð auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.

3. gr.

Óheimilt er að skerða höfuðstól stofnverndarsjóðs að raungildi frá því sem var 1. janúar 1998. Lán úr sjóðnum skulu vera til fimm ára gegn veðum sem fagráð metur gild. Vextir af lánum sem sjóðurinn veitir skulu vera þeir sömu og inneignir sjóðsins bera á hverjum tíma.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 19. gr. búnaðarlaga nr. 70/l998 og öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 137 14. apríl l992 um sama efni.

Landbúnaðarráðuneytinu, 29. júní 1999.

Guðni Ágústsson.

Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica