Viðskiptaráðuneyti

192/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja, nr. 955/2006.

1. gr.

Ákvæði 3. mgr. 5. gr. orðist svo:

Öll ný mælitæki skal merkja með löggildingartákni í samræmi við 1. gr. í viðauka reglu­gerðar þessarar.

2. gr.

a. Í 1. gr. viðauka við reglugerð nr. 955/2006 um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja bætist við nýr liður á undan núverandi lið 1.3. sem orðist svo:

1.3. Löggildingarmiði - Nýir raforkumælar og vatnsmælar með CE-merki og M-merki.

Skjaldarmerki Íslands
Merki Neytendastofu
Miði prentaður í einum lit, Pantone 287
Letur: Helvetica Neue Heavy
Hvítt letur á bláum fleti
Texti og númer í bláu letri
Stærð 17 x 14 mm

b. Núverandi liður númer 1.3. verður númer 1.4.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 7. mars 2007.

Jón Sigurðsson.

Kristján Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica