Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

1075/2006

Reglugerð um eingreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2007. - Brottfallin

1. gr.

Á fjárhæð tekjutryggingar skv. 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og fjárhæð heimilisuppbótar skv. 9. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skal greiða uppbætur sem hér segir á árinu 2007:

  1. Í júlí 2007 20% uppbót á þessar fjárhæðir vegna orlofsuppbótar.
  2. Í desember 2007 30% uppbót á þessar fjárhæðir vegna desemberuppbótar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr., sbr. 65. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2007. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 1117/2005 um eingreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2006.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 14. desember 2006.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica