Umhverfisráðuneyti

492/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 9. gr. orðast svo:
Þeir sem flytja inn, framleiða, markaðssetja, leigja eða dreifa leikvallatækjum hér á landi eða ætla að flytja þau út til annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu skulu geta sýnt fram á að viðkomandi tæki uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki og undirlag þeirra, ÍST EN 1176 ásamt ÍST EN 1177 sem taldir eru upp í viðauka I. Þetta skal a.m.k. gert með yfirlýsingu framleiðenda, ásamt rökstuddri umsögn þar sem fram skulu koma tæknilegar upplýsingar um einstök leikvallatæki unnin af aðila með sérþekkingu á framangreindum stöðlum og með hliðsjón af ÍST EN 45004.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 4. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, og lögum nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu að höfðu samráði við viðskiptaráðherra. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 4. júlí 2003.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica