Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, samanber og lög um málefni aldraðra, hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið daggjöld. Daggjöldum skv. 1. gr. og 2. gr. reglugerðarinnar er ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis og skulu vera sem hér segir frá 1. janúar 2003.
A. Hjúkrunarheimili.
Rekstrardaggjald
|
|||
Stofn. | Viðf. | Hjúkrunarheimili |
kr.
|
401 | 101 | Grenilundur, Grenivík |
11.914
|
401 | 101 | Blesastaðir, Skeiðum |
11.914
|
405 | 101 | Hrafnista, Reykjavík |
12.360
|
406 | 101 | Hrafnista, Hafnarfirði |
12.360
|
407 | 101 | Grund, Reykjavík |
12.732
|
408 | 101 | Sunnuhlíð, Kópavogi |
12.435
|
409 | 101 | Hjúkrunarheimilið Skjól |
12.435
|
410 | 101 | Hjúkrunarheimilið Eir |
12.435
|
411 | 101 | Garðvangur, Garði |
12.658
|
412 | 101 | Hjúkrunarheimilið Skógarbær |
12.806
|
413 | 101 | Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum |
12.732
|
414 | 101 | Hjúkrunarheimilið Lundur, Hellu |
12.732
|
415 | 101 | Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð, Eskifirði |
12.212
|
416 | 101 | Hjúkrunarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði |
12.137
|
417 | 101 | Hjúkrunarheimilið Naust, Þórshöfn |
12.806
|
418 | 101 | Seljahlíð, Reykjavík |
12.137
|
419 | 101 | Sólvangur, Hafnarfirði |
12.360
|
421 | 101 | Víðines |
12.212
|
423 | 101 | Höfði, Akranesi |
12.212
|
424 | 101 | Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi |
12.360
|
425 | 101 | Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi |
11.245
|
426 | 101 | Fellaskjól, Grundarfirði |
11.394
|
427 | 101 | Jaðar, Ólafsvík |
11.989
|
428 | 101 | Fellsendi, Búðardal |
11.766
|
429 | 101 | Barmahlíð, Reykhólum |
11.543
|
433 | 101 | Dalbær, Dalvík |
11.766
|
434 | 101 | Samningur við Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu |
12.360
|
436 | 101 | Uppsalir, Fáskrúðsfirði |
12.063
|
437 | 101 | Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um öldrunarþjónustu |
12.509
|
438 | 101 | Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri |
11.840
|
439 | 101 | Hjallatún, Vík |
11.840
|
440 | 101 | Kumbaravogur, Stokkseyri |
12.435
|
441 | 101 | Ás/Ásbyrgi, Hveragerði |
11.766
|
442 | 101 | Hraunbúðir, Vestmannaeyjum |
11.766
|
443 | 101 | Holtsbúð, Garðabæ |
11.766
|
Daggjaldið fellur ekki niður ef vistmaður hverfur af heimilinu í stuttan tíma svo sem ef aðstandendur taka við vistmanni yfir helgi eða hátíðar, enda hafi heilbrigðisyfirvöld ekki aukakostnað af dvölinni. Fari vistmaður á sjúkrahús til skammtímainnlagnar verður greitt 70% af daggjaldi heimilisins í allt að 30 daga síðan fellur það niður. Við andlát vistmanns eða þegar vistmaður flytur fyrir fullt og allt af heimilinu er greitt fullt daggjald næstu 7 daga en síðan fellur það niður.
Daggjöld falla ekki niður hjá stofnunum vegna krónískra nýrnasjúklinga þegar þeir vegna blóðskilunar eru innritaðir á Landspítala háskólasjúkrahús. Landspítala háskólasjúkrahúsi ber að greiða kostnað vegna lyfjagjafar eins og fyrir aðra blóðskilunarsjúklinga sem skráðir eru inn á sjúkrahúsið.
Greiða ber 776 kr. á dag til viðbótar daggjaldataxta stofnunar fyrir hvern nýrnasjúkling sem dvelst á daggjaldastofnun og þarf að fara í blóðskilun á Landspítala.
B. Daggjöld á öðrum sjúkrahúsum samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990.
Rekstrardaggjald | |||
Liður | Viðf. | Heiti | kr. |
441 | 1.17 | Ás/Ásbyrgi, Hveragerði | 7.315 |
472 | 1.10 | Hlíðabær, Reykjavík | 7.036 |
473 | 1.10 | Lindargata, Reykjavík | 7.036 |
474 | 1.10 | MS-félag Íslands, Reykjavík | 6.419 |
475 | 1.10 | Múlabær, Reykjavík | 4.387 |
476 | 1.10 | Fríðuhús, Reykjavík | 7.036 |
470 | 1.10 | Vesturhlíð, Reykjavík | 7.349 |
434 | 1.15 | Samningur við Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu | |
v/minnissjúka | 7.036 |
Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar og 3. gr. reglugerðar um dagvist aldraðra nr. 45/1990 hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið eftirfarandi gjöld til að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis:
1. | Vistgjald á dvalarheimili fyrir aldraða | kr. | 5.330 |
2. | Gjald á dagvistun fyrir aldraða | kr. | 3.210 |
Innifalið í dagvistunargjaldinu er flutningskostnaður vistmanna ef með þarf. Samkvæmt 19. gr. laga um málefni aldraðra, greiða vistmenn sjálfir kr. 500 á dag af dagvistunargjaldinu.
Innifalið í daggjöldum skv. reglugerð þessari er hvers konar þjónusta, sem innlögðum vistmönnum er látin í té á sjúkrastofnunum.
Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar og 3. gr. reglugerðar um dagvist aldraðra nr. 45/1990 hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið gjald til að mæta viðhaldskostnaði húsnæðis sem dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimili nýta við rekstur á dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarrýmum. Gjaldið árið 2003 er 2.000 kr. á m² á ári og reiknast að hámarki á 63 m² á hvert hjúkrunar- og vistrými að meðtöldu sameiginlegu rými og að hámarki 30 m² á dagvistarrými að meðtöldu sameiginlegu rými. Gjaldið reiknast aldrei á stærra rými en stærð húsnæðisins nemur.
Húsnæðisgjaldi er ætlað að standa undir öllu almennu viðhaldi húsnæðis, en ekki stofnkostnaði, afskriftum og meiriháttar breytingum og endurbótum á húsnæði.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2003.
Jafnframt fellur úr gildi frá sama tíma reglugerð nr. 130/2002.