Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

321/2012

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 744/2011 um notkun og markaðssetningu fóðurs.

1. gr.

Á eftir 4. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 4. gr. a, svohljóðandi:

4. gr. a.

Lögboðnar merkingarupplýsingar skulu vera á íslensku, þó er heimilt að upplýsingar sem eru á gæludýrafóðri séu merktar á ensku, dönsku, norsku eða sænsku, enda sé kaupendum tryggð skrifleg íslensk þýðing við kaup vörunnar óski þeir þess, með áfestum merkimiða, fylgiseðli, fylgiskjali, á auglýsingaspjaldi eða með öðrum sambærilegum hætti. Heimilt er að upplýsingar séu gefnar upp á fleiri en einu tungumáli.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. mars 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica