Prentað þann 29. mars 2025
14/2008
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum.
1. gr.
Í stað orðanna "lyfjanefndar ríkisins" í 1. mgr. 6. gr., 7. gr., 8. gr. og 2. mgr. 13. gr. kemur: Lyfjastofnunar.
2. gr.
Við 5. gr. bætist nýr töluliður sem verður 7. tölul. sem orðast svo: Malakítgrænt.
3. gr.
2. tölul. 7. gr. fellur brott.
4. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 12. gr., sbr. 49. gr., lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 9. janúar 2008.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Berglind Ásgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.