Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

528/2012

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu auk áorðinna breytinga.

1. gr.

Á eftir 2. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 2. gr. a. svohljóðandi:

2. gr. a.

Meðferð og kæling botnfiskafla úr veiðiferðum sem vara skemur en 24 klukkustundir.

Afla skal kæla með ís eða sjókælibúnaði eins fljótt og auðið er eftir að hann er kominn um borð í veiðiskip. Sé ís notaður í stað sjókælibúnaðar, skal nægur ís vera sýnilegur kringum aflann í flutningsíláti bæði við flutning og löndun. Skipstjórnandi skal að beiðni eftirlitsaðila geta sýnt fram á að nægur ís sé til staðar, eða hafi verið til staðar, til að kæla afla sem um borð kemur í veiðiferðinni.

Hitastig afla skal vera undir 4°C, fjórum klukkustundum eftir að aflinn er tekinn um borð.

Afla skal verja fyrir áhrifum sólar og annarra hitagjafa eins fljótt og auðið er eftir að hann er kominn um borð. Afli sem geymdur er utandyra skal varinn fyrir umhverfis­mengun og sólarljósi með loki eða yfirbreiðslu.

Um afla úr veiðiferð sem stendur lengur er 24 klukkustundir gilda ákvæði í B. lið, I. tölulið, 1. kafla, VIII. þætti, III. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004, með síðari breytingum.

2. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og 5. og 31. gr. laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur gildi 1. september 2012.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. júní 2012.

Steingrímur J. Sigfússon.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica