Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

352/2013

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu.

1. gr.

7. gr. b. reglugerðarinnar orðast svo:

Meðferð mjólkur hjá frumframleiðendum.

Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar nr. 853/2004/EB, með síðari breytingum gildir eftirfarandi:

Mjólk skal kæld niður í 2-4°C svo fljótt sem unnt er að loknum mjöltum og geymd við það hitastig.

Eigi má dæla mjólk úr geymi í mjólkurhúsi í flutningageyma nema hitastig hennar sé undir 6°C. Meðan á flutningi stendur má hitastig mjólkur ekki fara yfir 6°C í flutninga­geymum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild 18. og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. apríl 2013.

F. h. r.

Halldór Runólfsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica